Jarðarför Fischers 22. janúar 2008 10:27 Blessunarlega var ekki blásið til þjóðhátátíðar í beinni útsendingu vegna útfarar Bobby Fischers. Hann var jarðsettur í kyrrþey við austurbakka Ölfusár í gærmorgun að viðstaddri hálfri tylft manna. Svona átti þetta að vera. Svona var Bobby. Svona kom hann okkur á óvart í síðasta sinn. Sérlundaður einfari. Garðar Sverrisson, nánasti vinur skáksnillingsins á síðustu árum hans, lék síðustu fléttuna af trygglyndi og smekkvísi. Endataflið var fumlaust. Það hvílir einhver angurværð og friður yfir þessum endalokum. Þannig átti það að vera. Og þannig var það ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun
Blessunarlega var ekki blásið til þjóðhátátíðar í beinni útsendingu vegna útfarar Bobby Fischers. Hann var jarðsettur í kyrrþey við austurbakka Ölfusár í gærmorgun að viðstaddri hálfri tylft manna. Svona átti þetta að vera. Svona var Bobby. Svona kom hann okkur á óvart í síðasta sinn. Sérlundaður einfari. Garðar Sverrisson, nánasti vinur skáksnillingsins á síðustu árum hans, lék síðustu fléttuna af trygglyndi og smekkvísi. Endataflið var fumlaust. Það hvílir einhver angurværð og friður yfir þessum endalokum. Þannig átti það að vera. Og þannig var það ... -SER.