Fatapóker Framsóknar 23. janúar 2008 15:34 Auðvitað hefur nýjasta uppákoman í Framsókn skaðað flokkinn. Og einna helst Björn Inga Hrafnsson, sem í ofanálag kemst ekki lengur - að eigin sögn - í öll fötin sem hann keypti fyrir kosningarnar. Hafi það verið eitthvað sem flokkinn vantaði ekki, var það enn frekari umræða um meinta spillingu innan flokksins. Hvað ætlar forysta flokksins að gera? Hér reynir á siðferðisþrek hennar. En hér verður vitaskuld að spyrja að leikslokum. Mun skatturinn aðhafast eitthvað? Ber að telja þessi fríðindi fram? Voru hér framin lögbrot, óafvitandi eða vitandi vits? Gestur Steinþórsson, skattstjóri reykvíkinga segir á visir.is í dag að höfuðmáli skipti hversu umfangsmikið málið sé. „Almenna reglan er hins vegar að gjafir eru skattskyldar nema að um tækifærisgjafir sé að ræða," segir Gestur. Eru öll fötin sem Björn Ingi keypti tækifærisgjafir Framsóknar til hans? Lykilspurningin er þessi: Er klæðnaður stjórnmálamanna vinnufatnaður? Mitt svar er já - en, innan hóflegra marka. Og upplýstra marka. Fastar vinnureglur eru um kaup sjónvarpsfólks á klæðnaði til að vera í á skjánum. Styrktarupphæðin er misjöfn eftir því hve oft menn koma fram. Í tilviki sjónvarpsfólks er litið svo á að fatnaðurinn sé partur af leikmynd; sjónvarpsstöðvarnar sjá sér einfaldlega hag í því að andlit þeirra séu vel til höfð - og stöðvunum til sóma. Fjölmargar aðrar stéttir eru styrktar til kaupa á vinnufötum, eðli starfsins vegna. Margt fagfólk er beinlínis skyldað til að vera í sérstökum vinnufötum. Á að skylda stjórnmálamenn til að vera sómasamlega til fara? Ja, það er gert upp að vissu marki ... hálstau takk - og jakkaföt. Ég hef verið stöðvaður í gallabuxum á leið inn á þing, altso sem fréttamaður ... Ég sé ekkert að því að helstu forvígismenn stjórnmálaaflanna séu að einhverju leyti styrktir til fatakaupa þegar komið er að ögurstundu kosninga. Það er ekki stóriglæpur. En hóflegt skal það vera; listinn sem birtur hefur verið yfir fatakaup Framsóknar í Herragarðinum og Hugo Boss er náttúrlega óheyrilega langur. Alltof langur. Sjálfur færi ég að efast um karlmennsku mína ef ég keypti mér svona mikið af fötum á einu bretti. Mér leiðast búðir, allra mest einhverjir glaðhlakkalegir karlmenn sem þrengja málbandi að hálsi mér. En það er önnur Ella. Í þessu, sem öðru, þurfa reglur að vera til staðar sem almenningur er upplýstur um. Gagnsæjar og góðar reglur. Pólitík snýst um traust. Ekki pukur ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun
Auðvitað hefur nýjasta uppákoman í Framsókn skaðað flokkinn. Og einna helst Björn Inga Hrafnsson, sem í ofanálag kemst ekki lengur - að eigin sögn - í öll fötin sem hann keypti fyrir kosningarnar. Hafi það verið eitthvað sem flokkinn vantaði ekki, var það enn frekari umræða um meinta spillingu innan flokksins. Hvað ætlar forysta flokksins að gera? Hér reynir á siðferðisþrek hennar. En hér verður vitaskuld að spyrja að leikslokum. Mun skatturinn aðhafast eitthvað? Ber að telja þessi fríðindi fram? Voru hér framin lögbrot, óafvitandi eða vitandi vits? Gestur Steinþórsson, skattstjóri reykvíkinga segir á visir.is í dag að höfuðmáli skipti hversu umfangsmikið málið sé. „Almenna reglan er hins vegar að gjafir eru skattskyldar nema að um tækifærisgjafir sé að ræða," segir Gestur. Eru öll fötin sem Björn Ingi keypti tækifærisgjafir Framsóknar til hans? Lykilspurningin er þessi: Er klæðnaður stjórnmálamanna vinnufatnaður? Mitt svar er já - en, innan hóflegra marka. Og upplýstra marka. Fastar vinnureglur eru um kaup sjónvarpsfólks á klæðnaði til að vera í á skjánum. Styrktarupphæðin er misjöfn eftir því hve oft menn koma fram. Í tilviki sjónvarpsfólks er litið svo á að fatnaðurinn sé partur af leikmynd; sjónvarpsstöðvarnar sjá sér einfaldlega hag í því að andlit þeirra séu vel til höfð - og stöðvunum til sóma. Fjölmargar aðrar stéttir eru styrktar til kaupa á vinnufötum, eðli starfsins vegna. Margt fagfólk er beinlínis skyldað til að vera í sérstökum vinnufötum. Á að skylda stjórnmálamenn til að vera sómasamlega til fara? Ja, það er gert upp að vissu marki ... hálstau takk - og jakkaföt. Ég hef verið stöðvaður í gallabuxum á leið inn á þing, altso sem fréttamaður ... Ég sé ekkert að því að helstu forvígismenn stjórnmálaaflanna séu að einhverju leyti styrktir til fatakaupa þegar komið er að ögurstundu kosninga. Það er ekki stóriglæpur. En hóflegt skal það vera; listinn sem birtur hefur verið yfir fatakaup Framsóknar í Herragarðinum og Hugo Boss er náttúrlega óheyrilega langur. Alltof langur. Sjálfur færi ég að efast um karlmennsku mína ef ég keypti mér svona mikið af fötum á einu bretti. Mér leiðast búðir, allra mest einhverjir glaðhlakkalegir karlmenn sem þrengja málbandi að hálsi mér. En það er önnur Ella. Í þessu, sem öðru, þurfa reglur að vera til staðar sem almenningur er upplýstur um. Gagnsæjar og góðar reglur. Pólitík snýst um traust. Ekki pukur ... -SER.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun