Gylfi Einarsson æfir þessa dagana með norska úrvalsdeildarliðinu Brann en hann hefur verið samningslaus síðan í haust.
Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Gylfi var leystur undan samningi sínum við Leeds í haust en þangað kom hann árið 2005 frá Lilleström í Noregi.
Hann lék með Lilleström í Noregi og skoraði tólf mörk í 26 leikjum á síðasta tímabili sínu með félaginu.
Gylfi hefur æft með liðum á Englandi í haust til að halda sér í formi en hefur enn ekki samið við nýtt félag.