Borgarstjórinn á mannamáli 25. janúar 2008 17:55 Ólafur F. Magnússon verður aðalgestur minn í Mannamáli á sunnudag. Það er margs að spyrja, einkum erfiðra spurninga. Ólafur er sagður dulur maður, duglegur og viðkvæmur - og jafnframt "sýklahræddur" eins og fram kemur í forvitnilegri nærmynd í DV í dag. Ég ætla að sauma að kallinum - en mannlegi þátturinn fær vissulega að fljóta með enda er borgarstjóri afskaplega opinber persóna. Tvær skeleggustu blaðakonur landsins, þær Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir munu svo meta pólitíska andrúmsloftið í borginni og dæma menn og annan; hver er hinn raunverulegi sigurvegari og hver er taparinn ... og hvernig er komið fyrir blessaðri pólitíkinni. Kata Jakobs og Einar Már verða svo á sínum stað og eins slaufan í lok þáttar þar sem ég ætla að fara nokkrum fallegum orðum um veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri - og er svo sem tími til kominn. Allt í opinni eftir fréttir á sunnudagskvöld. Yifrlýsingar og aftur yfirlýsingar - á mannamáli ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun
Ólafur F. Magnússon verður aðalgestur minn í Mannamáli á sunnudag. Það er margs að spyrja, einkum erfiðra spurninga. Ólafur er sagður dulur maður, duglegur og viðkvæmur - og jafnframt "sýklahræddur" eins og fram kemur í forvitnilegri nærmynd í DV í dag. Ég ætla að sauma að kallinum - en mannlegi þátturinn fær vissulega að fljóta með enda er borgarstjóri afskaplega opinber persóna. Tvær skeleggustu blaðakonur landsins, þær Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir munu svo meta pólitíska andrúmsloftið í borginni og dæma menn og annan; hver er hinn raunverulegi sigurvegari og hver er taparinn ... og hvernig er komið fyrir blessaðri pólitíkinni. Kata Jakobs og Einar Már verða svo á sínum stað og eins slaufan í lok þáttar þar sem ég ætla að fara nokkrum fallegum orðum um veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri - og er svo sem tími til kominn. Allt í opinni eftir fréttir á sunnudagskvöld. Yifrlýsingar og aftur yfirlýsingar - á mannamáli ... -SER.