Byrgismálið - sagan öll 29. janúar 2008 11:16 Spennandi Kompásþáttur fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. Þar rekjum við félagarnir söguna á bak við Byrgið. Og Byrgismálið. Þetta er mikil saga - og makalaus. Og sér svo sem ekki fyrir endan á henni. Þáttur okkar um Byrgismálið frá því um miðjan desember 2006 var umdeildur - og móttökur annarra miðla voru eftirtektarverðar; það er alltaf nærtækast að skjóta sendiboðann! Fjórar ákærur eru komnar á daginn - og allur efnahagsbrotapakkinn er ennþá óopnaður. Það verður sérstaklega áhugavert að hlýða á viðtölin við mæður stúlknanna sem verst urðu úti í Byrgismálinu, en sem kunnugt er lofuðu stjórnvöld þeim miklum og harðvirkum stuðningi eftir að upp komst um óskundann. Hverjar hafa ednirnar verið? Það kemur í ljós í kvöld kl. 21.50. Spennandi ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun
Spennandi Kompásþáttur fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. Þar rekjum við félagarnir söguna á bak við Byrgið. Og Byrgismálið. Þetta er mikil saga - og makalaus. Og sér svo sem ekki fyrir endan á henni. Þáttur okkar um Byrgismálið frá því um miðjan desember 2006 var umdeildur - og móttökur annarra miðla voru eftirtektarverðar; það er alltaf nærtækast að skjóta sendiboðann! Fjórar ákærur eru komnar á daginn - og allur efnahagsbrotapakkinn er ennþá óopnaður. Það verður sérstaklega áhugavert að hlýða á viðtölin við mæður stúlknanna sem verst urðu úti í Byrgismálinu, en sem kunnugt er lofuðu stjórnvöld þeim miklum og harðvirkum stuðningi eftir að upp komst um óskundann. Hverjar hafa ednirnar verið? Það kemur í ljós í kvöld kl. 21.50. Spennandi ... -SER.