Barcelona komst í kvöld í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar með því að leggja Villarreal að velli, 1-0.
Thierry Henry skoraði mark Börsunga á 41. mínútu en tveimur mínútum síðar missti Villarreal Pascal Cygan af velli þar sem hann fékk sitt annað gula spjald á þremur mínútum.
Lionel Messi brenndi svo af vítaspyrnu í síðari hálfleik en það kom ekki að sök þar sem Barcelona hélt forystu sinni út leikinn.
Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli.
Fyrr í kvöld komst Racing Santander áfram í úrslit eftir að liðið gerði 3-3 jafntefli við Athletic Bilbao á útivelli. Racing vann fyrri leikinn, 2-0.
Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Barcelona í kvöld.