Stjörnuliðin í NBA klár 1. febrúar 2008 01:13 Chris Paul og David West hafa ástæðu til að brosa, enda á leið í sinn fyrsta stjörnuleik Nordic Photos / Getty Images Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða varamenn í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem fram fer í New Orleans þann 17. febrúar. Áður var búið að tilkynna byrjunarliðsmennina og því er komið á hreint hverjir hljóta þann heiður að taka þátt í leiknum. Valið að þessu sinni var nokkuð tvísýnt, sérstaklega í Vesturdeildinni, þar sem margir sterkir leikmenn verða að sætta sig við að sitja heima á þessum stærsta einstaka viðburði ársins í NBA deildinni. Það eru stuðningsmennirnir sjálfir sem sjá um að velja byrjunarliðsmennina í kosningu á netinu, en þjálfarar í deildinni sjá um valið á varamönnunum. Í Austurdeildinni var þegar búið að velja þá Jason Kidd, Dwyane Wade, LeBron James, Kevin Garnett og Dwight Howard í byrjunarlið. Varamenn í Austurdeildinni verða þeir Chris Bosh frá Toronto, Joe Johnson frá Atlanta, Paul Pierce frá Boston, Caron Butler og Antawn Jamison frá Washington og Chauncey Billups og Richard Hamilton frá Detroit. Það sem helst ber til tíðinda af valinu á liði Austurdeildarinnar er að þar er enginn Shaquille O´Neal sem hafði verið valinn í stjörnulið 14 ár í röð. Aðeins Lakers-goðsögnin Jerry West og Karl Malone höfðu verið valdir svo oft í röð í stjörnulið á ferlinum. Enginn eiginlegur miðherji var á meðal varamanna í austurliðinu og segja má að Chris Bosh gegni því hlutverki. Sumir höfðu vonast eftir því að sjá Hedo Turkoglu frá Orlando í austurliðinu en hann hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara að þessu sinni. Sömu sögu var að segja um Ray Allen hjá Boston, Jose Calderon hjá Toronto, Michael Redd hjá Milwaukee og þá Vince Carter og Richard Jefferson hjá New Jersey svo einhverjir séu nefndir. Þröngt á þingi í VesturdeildinniTim Duncan er eini maðurinn úr þríeyki meistara San Antonio sem fær sæti í stjörnuliði VesturdeildarinnarNordicPhotos/GettyImagesValið á úrvalsliði Vesturdeildarinnar var öllu meiri höfðuverkur fyrir þjálfara, enda komu þar miklu fleiri leikmenn til greina í stjörnuleikinn.Byrjunarliðið í Vesturdeildinni er skipað þeim Allen Iverson, Kobe Bryant, Carmelo Anthony, Tim Duncan og Yao Ming.Varamennirnir sem valdir voru í nótt eru Steve Nash og Amare Stoudemire hjá Phoenix, Carlos Boozer frá Utah, Brandon Roy frá Portland sem valinn var í fyrsta sinn á ferlinum, Dirk Nowitzki frá Dallas og þeir Chris Paul og David West frá spútnikliði New Orleans.Það var því ekkert pláss fyrir leikmenn eins og Manu Ginobili og Tony Parker frá San Antonio, Deron Williams frá Utah, Al Jefferson frá Minnesota, Josh Howard frá Dallas, Shawn Marion frá Phoenix og Baron Davis og Stephen Jackson frá Golden State. Allir þessir menn hafa átt frábær tímabil með liðum sínum og eru eflaust súrir yfir því að fá ekki að taka þátt.Þeir Chris Paul og David West frá New Orleans eru að taka þátt í sínum fyrsta stjörnuleik og fer vel á því þar sem viðburðurinn verður haldinn á heimavelli þeirra í New Orleans. Einnig stefnir í það að þjálfari þeirra, Byron Scott, fái það hlutskipti að þjálfa vesturliðið og það er tryggt ef liðið vinnur einn leik í viðbót fram að stjörnuleiknum - eða ef Dallas tapar einum af þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir. NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða varamenn í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem fram fer í New Orleans þann 17. febrúar. Áður var búið að tilkynna byrjunarliðsmennina og því er komið á hreint hverjir hljóta þann heiður að taka þátt í leiknum. Valið að þessu sinni var nokkuð tvísýnt, sérstaklega í Vesturdeildinni, þar sem margir sterkir leikmenn verða að sætta sig við að sitja heima á þessum stærsta einstaka viðburði ársins í NBA deildinni. Það eru stuðningsmennirnir sjálfir sem sjá um að velja byrjunarliðsmennina í kosningu á netinu, en þjálfarar í deildinni sjá um valið á varamönnunum. Í Austurdeildinni var þegar búið að velja þá Jason Kidd, Dwyane Wade, LeBron James, Kevin Garnett og Dwight Howard í byrjunarlið. Varamenn í Austurdeildinni verða þeir Chris Bosh frá Toronto, Joe Johnson frá Atlanta, Paul Pierce frá Boston, Caron Butler og Antawn Jamison frá Washington og Chauncey Billups og Richard Hamilton frá Detroit. Það sem helst ber til tíðinda af valinu á liði Austurdeildarinnar er að þar er enginn Shaquille O´Neal sem hafði verið valinn í stjörnulið 14 ár í röð. Aðeins Lakers-goðsögnin Jerry West og Karl Malone höfðu verið valdir svo oft í röð í stjörnulið á ferlinum. Enginn eiginlegur miðherji var á meðal varamanna í austurliðinu og segja má að Chris Bosh gegni því hlutverki. Sumir höfðu vonast eftir því að sjá Hedo Turkoglu frá Orlando í austurliðinu en hann hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara að þessu sinni. Sömu sögu var að segja um Ray Allen hjá Boston, Jose Calderon hjá Toronto, Michael Redd hjá Milwaukee og þá Vince Carter og Richard Jefferson hjá New Jersey svo einhverjir séu nefndir. Þröngt á þingi í VesturdeildinniTim Duncan er eini maðurinn úr þríeyki meistara San Antonio sem fær sæti í stjörnuliði VesturdeildarinnarNordicPhotos/GettyImagesValið á úrvalsliði Vesturdeildarinnar var öllu meiri höfðuverkur fyrir þjálfara, enda komu þar miklu fleiri leikmenn til greina í stjörnuleikinn.Byrjunarliðið í Vesturdeildinni er skipað þeim Allen Iverson, Kobe Bryant, Carmelo Anthony, Tim Duncan og Yao Ming.Varamennirnir sem valdir voru í nótt eru Steve Nash og Amare Stoudemire hjá Phoenix, Carlos Boozer frá Utah, Brandon Roy frá Portland sem valinn var í fyrsta sinn á ferlinum, Dirk Nowitzki frá Dallas og þeir Chris Paul og David West frá spútnikliði New Orleans.Það var því ekkert pláss fyrir leikmenn eins og Manu Ginobili og Tony Parker frá San Antonio, Deron Williams frá Utah, Al Jefferson frá Minnesota, Josh Howard frá Dallas, Shawn Marion frá Phoenix og Baron Davis og Stephen Jackson frá Golden State. Allir þessir menn hafa átt frábær tímabil með liðum sínum og eru eflaust súrir yfir því að fá ekki að taka þátt.Þeir Chris Paul og David West frá New Orleans eru að taka þátt í sínum fyrsta stjörnuleik og fer vel á því þar sem viðburðurinn verður haldinn á heimavelli þeirra í New Orleans. Einnig stefnir í það að þjálfari þeirra, Byron Scott, fái það hlutskipti að þjálfa vesturliðið og það er tryggt ef liðið vinnur einn leik í viðbót fram að stjörnuleiknum - eða ef Dallas tapar einum af þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir.
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira