Forysta Real aðeins sex stig

Spánarmeistarar Real Madrid hafa nú aðeins sex stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir að Barcelona vann nauman 1-0 sigur á Osasuna í kvöld. Xavi skoraði sigurmark heimamanna skömmu fyrir leikslok en Eiður Smári sat á bekknum allan tímann. Real steinlá 2-0 fyrir Almeria í gær.