Jason Kidd náði sinni 99. þrefaldri tvennu á ferlinum í nótt þegar að lið hans, New Orleans, vann Charlotte með fjórtán stiga mun í NBA-deildinni í nótt.
Kidd skoraði nítján stig í leiknum auk þess sem hann gaf þrettán stoðsendingar og tók ellefu fráköst.
Aðeins tveir leikmenn, Oscar Robertson og Magic Johnson, náðu meira en eitt hundrað þreföldum tvennum á ferlinum. Robertson náði 181 slíkri og Magic 138. Kidd á því talsvert í land með því að ná þeim félögum.
Hann jafnaði þó sitt persónulega met í nótt er hann náði sinni tólftu þrefaldri tvennu á tímabilinu í nótt en það met setti hann í fyrra.
Ef hann nær annarri þrefaldri tvennu á tímabilinu mun hann því um leið ná 100 slíkum auk þess sem hann nær sínum besta árangri hvað fjölda þrefaldra tvenna á einu tímabili varðar.