Evrukenning Sigurjóns 11. febrúar 2008 10:58 Athyglisverð kenning sem Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, setti fram í þætti mínum Mannamáli á Stöð 2 í gærkvöld. Þar hélt hann því fram að samfylkingarmenn væru að tala sjálfstæðismenn út í horn í evru-umræðunni. Þeir færu einfaldlega of geist í umræðunni um upptöku nýs gjaldmiðils og inngöngu í ESB - og gæfu sjálfstæðismönnum ekki nægilegt pólitískt svigrúm til að þróa umræðuna innan eigin flokks. Þegar upp væri staðið skaðaði óendanleg málgleði samnfylkingarmanna nauðsynlegan debatt stjórnmálaflokkanna á þessu sviði. Skyldu samfylkingarmenn gera sér grein fyrir þessu? Ég held ekki. Til þess hafa þeir of gaman af að ræða um pólitíkina sína. Og kannski er þarna kominn einn helsti munurinn á þessum tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins. Annars talaði Sigurjón hreint út um evruna í þættinum, eins og fram kemur á fréttasíðum visir.is í dag: "Sigurjón Árnason landsbankastjóri er hlynntur því að Íslendingar taki upp evruna sem gjaldmiðil í náinni framtíð ... Sigurjón segir að krónan hafi verið góð til síns brúks á sínum tíma þegar landið var lokaðari en nú er. Staðan nú sé hins vegar sú að Íslendingar hafi ekki lengur stjórn á krónunni. Hún gangi kaupum og sölum út í hinum stóra heimi. Sigurjón leggur áherslu á að upptaka á evru sem gjaldmiðli sé ekki hlutur sem gerist á einni nóttu. Slíkt þurfi vandlegan undirbúning og margir þurfi að koma þar að máli. Það flæki einnig stöðuna að fjöldi Íslendinga sé ekki hrifinn af því að ganga í Evrópusambandið. Það væri hins vegar jákvætt að mati hans að taka up evruna. Aðspurður um hvort aðrir gjaldmiðlar en evran kæmu til greina segir Sigurjón að hann veðji á evruna enda sé hún mun líklegri en aðrir gjaldmiðlar." Hér mun líklega verið talað af nokkurri reynslu ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Athyglisverð kenning sem Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, setti fram í þætti mínum Mannamáli á Stöð 2 í gærkvöld. Þar hélt hann því fram að samfylkingarmenn væru að tala sjálfstæðismenn út í horn í evru-umræðunni. Þeir færu einfaldlega of geist í umræðunni um upptöku nýs gjaldmiðils og inngöngu í ESB - og gæfu sjálfstæðismönnum ekki nægilegt pólitískt svigrúm til að þróa umræðuna innan eigin flokks. Þegar upp væri staðið skaðaði óendanleg málgleði samnfylkingarmanna nauðsynlegan debatt stjórnmálaflokkanna á þessu sviði. Skyldu samfylkingarmenn gera sér grein fyrir þessu? Ég held ekki. Til þess hafa þeir of gaman af að ræða um pólitíkina sína. Og kannski er þarna kominn einn helsti munurinn á þessum tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins. Annars talaði Sigurjón hreint út um evruna í þættinum, eins og fram kemur á fréttasíðum visir.is í dag: "Sigurjón Árnason landsbankastjóri er hlynntur því að Íslendingar taki upp evruna sem gjaldmiðil í náinni framtíð ... Sigurjón segir að krónan hafi verið góð til síns brúks á sínum tíma þegar landið var lokaðari en nú er. Staðan nú sé hins vegar sú að Íslendingar hafi ekki lengur stjórn á krónunni. Hún gangi kaupum og sölum út í hinum stóra heimi. Sigurjón leggur áherslu á að upptaka á evru sem gjaldmiðli sé ekki hlutur sem gerist á einni nóttu. Slíkt þurfi vandlegan undirbúning og margir þurfi að koma þar að máli. Það flæki einnig stöðuna að fjöldi Íslendinga sé ekki hrifinn af því að ganga í Evrópusambandið. Það væri hins vegar jákvætt að mati hans að taka up evruna. Aðspurður um hvort aðrir gjaldmiðlar en evran kæmu til greina segir Sigurjón að hann veðji á evruna enda sé hún mun líklegri en aðrir gjaldmiðlar." Hér mun líklega verið talað af nokkurri reynslu ... -SER.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun