Kjallari og bakdyr 11. febrúar 2008 15:39 Svo er komið fyrir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að hann fer ýmist bakdyramegin út af fundi eða út um kjallarann. Þetta heitir á mannamáli að geta ekki horfst í augu við veruleikann. Hádegisfundur Vilhjálms Þonn var rislítill. Hann ætlar að halda áfram, en þó eiginlega ekki alveg ... Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn mun þjást næstu vikurnar. Innanmeinið leggst þungt á hann. Og óskaplega sem Villi var einn á þessum fundi. Enginn af félögum hans í borgarstjórnarflokknum vildi tjá sig um það sem fram fór á fundinum, að því er fram kemur á visir.is. Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga og Jórunn Frímannsdóttir yfirgáfu fundinn orðalaust og bægðu blaðamönnum frá sér. Gísli Marteinn og Hanna Birna yfirgáfu Valhöll með því að fara út um kjallara hússins. Ó, boj, ó boj ... Ó, borg mín borg ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun
Svo er komið fyrir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að hann fer ýmist bakdyramegin út af fundi eða út um kjallarann. Þetta heitir á mannamáli að geta ekki horfst í augu við veruleikann. Hádegisfundur Vilhjálms Þonn var rislítill. Hann ætlar að halda áfram, en þó eiginlega ekki alveg ... Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn mun þjást næstu vikurnar. Innanmeinið leggst þungt á hann. Og óskaplega sem Villi var einn á þessum fundi. Enginn af félögum hans í borgarstjórnarflokknum vildi tjá sig um það sem fram fór á fundinum, að því er fram kemur á visir.is. Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga og Jórunn Frímannsdóttir yfirgáfu fundinn orðalaust og bægðu blaðamönnum frá sér. Gísli Marteinn og Hanna Birna yfirgáfu Valhöll með því að fara út um kjallara hússins. Ó, boj, ó boj ... Ó, borg mín borg ... -SER.