Nowitzki tekur sæti Bryant í skotkeppninni

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur samþykkt að taka sæti Kobe Bryant í þriggja stiga skotkeppninni um stjörnuhelgina. Bryant tekur ekki þátt í keppninni vegna meiðsla á fingri, en Nowizki hefur þrisvar tekið þátt í keppninni og vann hana árið 2006.