Mín Madonna 15. febrúar 2008 22:56 Lengi vel hélt ég að Madonna væri söngkona. Hafði svo sem aldri miklar mætur á henni. Og þykir vart enn. En mín Madonna er skíðasvæði. Nánar tiltekið í ítölsku Ölpunum. Lítill, já verulega lítill snotur skíðabær í 1500 metra hæð ysm þar sem póstkortin blasa við manni á hverju götuhorni. Ég er að fara þangað í fyrramál. Vikutími. Óttast mest að skíðin mín beri ekki lengur þessi tæpu hundrað kíló sem ég er orðinn. Tæpu, vel að merkja. Mun fara hægt, fyrsta daginn. Afar hægt. Enda að verða gamall. Nokkuð gamall. Auðvitað verður þetta yndislegt. Ég sendi lesendum póst, vonandi heilan og ekki brotinn ... um það hvernig þessum tæpu hundrað kílóum farnast í stórum hundrað sentimetra þykkum púðursnjónum ... Madonna já, mín Madonna ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun
Lengi vel hélt ég að Madonna væri söngkona. Hafði svo sem aldri miklar mætur á henni. Og þykir vart enn. En mín Madonna er skíðasvæði. Nánar tiltekið í ítölsku Ölpunum. Lítill, já verulega lítill snotur skíðabær í 1500 metra hæð ysm þar sem póstkortin blasa við manni á hverju götuhorni. Ég er að fara þangað í fyrramál. Vikutími. Óttast mest að skíðin mín beri ekki lengur þessi tæpu hundrað kíló sem ég er orðinn. Tæpu, vel að merkja. Mun fara hægt, fyrsta daginn. Afar hægt. Enda að verða gamall. Nokkuð gamall. Auðvitað verður þetta yndislegt. Ég sendi lesendum póst, vonandi heilan og ekki brotinn ... um það hvernig þessum tæpu hundrað kílóum farnast í stórum hundrað sentimetra þykkum púðursnjónum ... Madonna já, mín Madonna ... -SER.