Leikstjórnandinn Mike Bibby hjá Sacramento Kings er á leið til Atlanta Hawks í NBA deildinni í skiptum fyrir fjóra leikmenn. Bibby hefur verið lykilmaður í liði Sacramento síðustu ár, en fær nú tækifæri með ungu og efnilegu liði Atlanta.
Sacramento fær í hans stað leikstjórnendurna Tyronn Lue og Anthony Johnson, miðherjan Lorenzen Wright og framherjann Shelden Williams.
Fátt annað virðist vaka fyrir Sacramento liðinu annað en að búa til pláss undir launaþakinu á næsta ári, því flestir leikmannanna fjögurra verða með lausa samninga fljótlega.
Mike Bibby hefur aðeins spilað 15 leiki á tímabilinu með Sacramento og hefur skorað í þeim 13 stig og gefið 5 stoðsendingar, en hann var meiddur á fingri og missti af fyrstu mánuðum tímabilsins.
Skiptin munu væntanlega ganga í gegn núna um helgina, en nú félagaskiptaglugginn í NBA lokast í næstu viku.
Þar á væntanlega sitt hvað eftir að gerast og til að mynda er enn stífla í fyrirhuguðum skiptum Jason Kidd til Dallas - þar sem Denver og Cleveland eru skyndilega komin inn í myndina.