Yfirleitt sitja bílstjórar með kaskeiti við stýrið á Rolls Royce, og eigandinn situr í þægindum í aftursætinu.
Stöku eigandi vill þó sjálfur keyra djásnið og fyrir slíka er nú komin ný tveggja dyra sportleg útgáfa, Rolls Royce Phantom Coupé. Hún verður kynnt á bílasýningunni í Genf eftir hálfan mánuð.
Phantom Coupé er með tólf sílendra 6.75 lítra vél sem skilar 460 hestöflum. Og hún skilar bílnum upp í 100 kílómetra hraða á rétt um sex sekúndum.
Eyðsla er um 16 lítrar á hundraðið. En þótt bíllinn sé sportlegur er ekkert dregið úr lúxus.
Þannig geta menn sjálfir ráðið innréttingunni enda Rolls Royce handsmíðaður. Lýsingin er dálítið sérstök.
Hægt er að stilla á blíða götulýsingu, eins og það er kallað, eða stjörnuhiminn. Störnuhimininn er búinn til með hundruðum ljósfíber-depla í þakinu.
Og verðið ? Ef þið þurfið að spyrja þá hafið þið ekki efni því.