Eiður Smári Guðjohnsen var í dag orðaður við Paris St. Germain í frönskum fjölmiðlum, þá sem eftirmaður Portúgalans Pauleta.
Samningur Pauleta við PSG rennur út í lok leiktíðarinnar og hefur hann fá tækifæri fengið hjá Paul Le Guen, knattspyrnustjóra liðsins.
Eiður Smári hefur sömuleiðis fengið lítið að spila að undanförnu og þá oftast þegar að aðrir leikmenn liðsins eru meiddir.
Hann hefur verið orðaður við mýgrút félaga víðs vegar um Evrópu síðustu mánuði, til að mynda Lyon sem einnig leikur í Frakklandi.
Eiður orðaður við PSG
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn


Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn


Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa
Körfubolti


Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti

Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum
Enski boltinn