NBA í nótt: Denver lagði Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2008 09:37 Allen Iverson sækir hér að körfunni. Nordic Photos / Getty Images Denver var fyrsta Vesturstrandarliðið til að vinna Boston í síðustu sautján slíkum leikjum síðarnefnda liðsins. Denver vann með 124 stigum gegn 118. Staðan í hálfleik var jöfn, 62-62, eftir að Denver hafði byrjað betur í leiknum. Denver hafði svo fjögurra stiga forskot þegar lokaleikhlutinn hófst og náði að halda því allt til leiksloka, þó það hafi verið naumt um miðjan leikhlutann. Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver og Allen Iverson 28. Kevin Garnett lék í fyrsta sinn með Boston í tæpan mánuð en hann náði sér illa á strik og skoraði aðeins fjögur stig. Hann tók þó átta fráköst á þeim 21 mínútu sem hann lék. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Rajon Rando var með 22 stig. Houston Rockets vann Cleveland, 93-85, þar sem Rafer Alston skoraði 22 stig og Yao Ming sextán fyrir Houston auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var níundi sigur Houston á útivelli í röð sem er metjöfnun hjá liðinu. LeBron James náði þrefaldri tvennu fyrir Cleveland en hann skoraði 26 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.New York vann góðan sigur á Washington, 113-100, í framlengdum leik. New York setti reyndar félagsmet með því að skora 23 stig í framlengingunni en Zach Randolph var stigahæstur með 24 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst.Orlando vann Detroit, 103-85, og batt þar með enda á tíu leikja sigurhrinu síðarnefnda liðsins. Rashard Lewis skoraði 20 stig og varamaðurinn Keith Bogans nítján.Minnesota vann óvæntan sigur á Philadelphia, 104-88. Rashad McCants skoraði 20 stig fyrir Minnesota og Al Jefferson nítján stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var fyrsti sigur Minnesota í sex leikjum.San Antonio vann sinn fyrsta heimasigur í meira en þrjár vikur er liðið vann Charlotte, 85-65. Manu Ginobili skoraði átján stig.Utah Jazz vann Golden State, 119-109, þar sem Deron Williams skoraði 29 stig og tók tólf fráköst. Utah vann þar með alla leiki sína gegn Golden State í deildakeppninni á þessu tímabili. Utah hefur unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum en í nótt var Carlos Boozer með sextán stig og tólf fráköst, Mehmet Okur var einnig með tvöfalda tvennu er hann skoraði sextán stig og tók tíu fráköst. Andrei Kirilenko átti einnig góðan leik og skoraði átján stig.LA Lakers vann Atlanta, 122-93. Kobe Bryant og Pau Gasol skoruðu 23 stig hvor í leiknum og hvíldu svo báðir í fjórða leikhluta.Sacramento vann Portland, 105-94, og batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu sína. Ron Artest skoraði 24 stig og Francisco Garcia bætti við 23 stigum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Memphis, 108-101, þar sem Earl Watson skoraði 26 stig og Wally Szczerbiak 24 stig en hann skoraði körfuna sem gerði út um leikinn þegar hálf mínúta var til leiksloka. NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira
Denver var fyrsta Vesturstrandarliðið til að vinna Boston í síðustu sautján slíkum leikjum síðarnefnda liðsins. Denver vann með 124 stigum gegn 118. Staðan í hálfleik var jöfn, 62-62, eftir að Denver hafði byrjað betur í leiknum. Denver hafði svo fjögurra stiga forskot þegar lokaleikhlutinn hófst og náði að halda því allt til leiksloka, þó það hafi verið naumt um miðjan leikhlutann. Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver og Allen Iverson 28. Kevin Garnett lék í fyrsta sinn með Boston í tæpan mánuð en hann náði sér illa á strik og skoraði aðeins fjögur stig. Hann tók þó átta fráköst á þeim 21 mínútu sem hann lék. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Rajon Rando var með 22 stig. Houston Rockets vann Cleveland, 93-85, þar sem Rafer Alston skoraði 22 stig og Yao Ming sextán fyrir Houston auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var níundi sigur Houston á útivelli í röð sem er metjöfnun hjá liðinu. LeBron James náði þrefaldri tvennu fyrir Cleveland en hann skoraði 26 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.New York vann góðan sigur á Washington, 113-100, í framlengdum leik. New York setti reyndar félagsmet með því að skora 23 stig í framlengingunni en Zach Randolph var stigahæstur með 24 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst.Orlando vann Detroit, 103-85, og batt þar með enda á tíu leikja sigurhrinu síðarnefnda liðsins. Rashard Lewis skoraði 20 stig og varamaðurinn Keith Bogans nítján.Minnesota vann óvæntan sigur á Philadelphia, 104-88. Rashad McCants skoraði 20 stig fyrir Minnesota og Al Jefferson nítján stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Þetta var fyrsti sigur Minnesota í sex leikjum.San Antonio vann sinn fyrsta heimasigur í meira en þrjár vikur er liðið vann Charlotte, 85-65. Manu Ginobili skoraði átján stig.Utah Jazz vann Golden State, 119-109, þar sem Deron Williams skoraði 29 stig og tók tólf fráköst. Utah vann þar með alla leiki sína gegn Golden State í deildakeppninni á þessu tímabili. Utah hefur unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum en í nótt var Carlos Boozer með sextán stig og tólf fráköst, Mehmet Okur var einnig með tvöfalda tvennu er hann skoraði sextán stig og tók tíu fráköst. Andrei Kirilenko átti einnig góðan leik og skoraði átján stig.LA Lakers vann Atlanta, 122-93. Kobe Bryant og Pau Gasol skoruðu 23 stig hvor í leiknum og hvíldu svo báðir í fjórða leikhluta.Sacramento vann Portland, 105-94, og batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu sína. Ron Artest skoraði 24 stig og Francisco Garcia bætti við 23 stigum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Memphis, 108-101, þar sem Earl Watson skoraði 26 stig og Wally Szczerbiak 24 stig en hann skoraði körfuna sem gerði út um leikinn þegar hálf mínúta var til leiksloka.
NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira