Yfirvöld menntamála í Florida hafa fallist á að gera þróunarkenningu Darwins að skyldugrein í skólum fylkisins. Aðeins þó með því skilyrði að lögð sé áhersla á að hún sé aðeins kenning.
Kristnir íhaldsmenn hafa lengi barist gegn Darwin víða um Bandaríkin. Þeim hugnast betur sköpunarsaga Biblíunnar.
Í Florida urðu þeir að beygja sig, en ekki þó í duftið. Menntamálanefndin samþykkti með fjórum atkvæðum gegn þremur ákveðið orðalag um að þetta sé aðeins kenning.