Hvað er að gerast á leikmannamarkaðnum í NBA? 20. febrúar 2008 17:38 Ron Artest er orðaður við Denver Nordic Photos / Getty Images Félagaskiptaglugginn í NBA deildinni rennur út annað kvöld og því er mikið slúðrað um hugsanleg leikmannaskipti á síðustu stundu. Leikmannamarkaðurinn hefur iðað síðustu daga eftir hver stórskiptin á fætur öðrum. Fæstir hefðu reiknað með öðrum eins látum á leikmannamarkaðnum og verið hafa undanfarnar vikur, en þar ber hæst að Shaquille O´Neal er genginn í raðir Phoenix Suns í skiptum fyrir Shawn Marion sem fór til Miami, Spánverjinn Pau Gasol fór frá Memphis til LA Lakers, Jason Kidd er genginn í raðir fyrrum félaga sinna í Dallas í skiptum fyrir Devin Harris og fleiri og leikstjórnandinn Mike Bibby fór frá Sacramento til Atlanta. Mikið er nú slúðrað um fjölda leikmanna á síðustu klukkutímunum fyrir lokun skiptagluggans. Þannig hermir Indianapolis Star að Indiana Pacers sé tilbúð að skoða öll tilboð í framherjann Jermaine O´Neal og er félagið sagt hafa rætt við Golden State, New Jersey og Sacramento um að taka við honum. O´Neal getur losað sig frá samningi við Indiana í sumar. Villingurinn Ron Artest hjá Sacramento hefur verið orðaður mikið við Denver Nuggets en sagt er að þeir samningar strandi á því að Denver vill ekki láta Linas Kleiza fara í skiptunum. Það var Sacramento Bee sem sagði fyrst frá þessu. Artest hefur látið í það skína að hann vilji fara frá Sacramento, en hann hefur reyndar verið orðaður við fleiri lið - m.a. meistara San Antonio. Leikstjórnandinn Andre Miller hjá Philadelphia hefur verið orðaður við aragrúa liða í allan vetur, en nýjustu fregnir frá Philadelphia herma að félagið vilji ekki láta hann fara. Bæði Eddy Curry og Zach Randolph hjá New York hafa verið orðaðir við brottfor frá félaginu, en það er reyndar ekkert nýtt að leikmenn New York séu í hringiðu slúðursins. Þannig hefur verið talað um að New Jersey, New York og Miami séu í viðræðum um stór skipti þar sem miðherjinn Curry færi til Miami, Vince Carter færi frá New Jersey til New York og að New Jersey fengi þá Jason Williams og Ricky Davis, sem báðir eiga lítið eftir af samningum sínum. Það var New York Daily News sem greindi frá þessu. NBA Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
Félagaskiptaglugginn í NBA deildinni rennur út annað kvöld og því er mikið slúðrað um hugsanleg leikmannaskipti á síðustu stundu. Leikmannamarkaðurinn hefur iðað síðustu daga eftir hver stórskiptin á fætur öðrum. Fæstir hefðu reiknað með öðrum eins látum á leikmannamarkaðnum og verið hafa undanfarnar vikur, en þar ber hæst að Shaquille O´Neal er genginn í raðir Phoenix Suns í skiptum fyrir Shawn Marion sem fór til Miami, Spánverjinn Pau Gasol fór frá Memphis til LA Lakers, Jason Kidd er genginn í raðir fyrrum félaga sinna í Dallas í skiptum fyrir Devin Harris og fleiri og leikstjórnandinn Mike Bibby fór frá Sacramento til Atlanta. Mikið er nú slúðrað um fjölda leikmanna á síðustu klukkutímunum fyrir lokun skiptagluggans. Þannig hermir Indianapolis Star að Indiana Pacers sé tilbúð að skoða öll tilboð í framherjann Jermaine O´Neal og er félagið sagt hafa rætt við Golden State, New Jersey og Sacramento um að taka við honum. O´Neal getur losað sig frá samningi við Indiana í sumar. Villingurinn Ron Artest hjá Sacramento hefur verið orðaður mikið við Denver Nuggets en sagt er að þeir samningar strandi á því að Denver vill ekki láta Linas Kleiza fara í skiptunum. Það var Sacramento Bee sem sagði fyrst frá þessu. Artest hefur látið í það skína að hann vilji fara frá Sacramento, en hann hefur reyndar verið orðaður við fleiri lið - m.a. meistara San Antonio. Leikstjórnandinn Andre Miller hjá Philadelphia hefur verið orðaður við aragrúa liða í allan vetur, en nýjustu fregnir frá Philadelphia herma að félagið vilji ekki láta hann fara. Bæði Eddy Curry og Zach Randolph hjá New York hafa verið orðaðir við brottfor frá félaginu, en það er reyndar ekkert nýtt að leikmenn New York séu í hringiðu slúðursins. Þannig hefur verið talað um að New Jersey, New York og Miami séu í viðræðum um stór skipti þar sem miðherjinn Curry færi til Miami, Vince Carter færi frá New Jersey til New York og að New Jersey fengi þá Jason Williams og Ricky Davis, sem báðir eiga lítið eftir af samningum sínum. Það var New York Daily News sem greindi frá þessu.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira