Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun.
Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Börsunga, ákvað hins vegar að hvíla þá Deco og Thierry Henry og þá er Rafael Marquez meiddur.
Bojan, Edmilson og Gianluca Zambrotta eru í leikmannahópi liðsins á nýjan leik en þeir misstu af leiknum gegn Celtic í Meistaradeildinni í vikunni.
Hópurinn: Valdés, Pinto, Zambrotta, Puyol, Thuram, Milito, Abidal, Sylvinho, Touré Yaya, Edmílson, Xavi, Iniesta, Eiður Smári, Giovani, Bojan, Ronaldinho, Messi og Eto'o.