Mjög óvænt úrslit urðu í spænska boltanum í gær. Meistararnir í Real Madrid töpuðu 0-1 á heimavelli fyrir Getafe en það var Ikechukwu Uche sem skoraði eina mark leiksins.
Þar sem Barcelona vann öruggan sigur á Levante í gær náði liðið að saxa á forystu Real Madrid sem hefur nú aðeins tveggja stiga forskot á toppi spænsku deildarinnar.