Sólbrenndur heim 25. febrúar 2008 11:20 Ég hef ýmislegt reynt í sjónvarpsmennskunni en aldrei fyrr hefur þurft að hvíta mig fyrir útsendingu. Það gerðist í gær. Ég kom svo sólbrenndur af skíðum frá ítölsku ölpunum um helgina að fyrst þurfti að setja sérstakt lag af hvítu sminki á fésið á mér áður en hefðbundna förðunin tók við. Þar með var ég tilbúinn í Mannamál gærkvöldsins. Félagi Geir H. Haarde, aðalgestur minn í gær, horfði forviða á þessar aðfarir Rakelar Ottesen sminku í förðunarstólnum uppi á Lynghálsi - og báðir vorum við þakklátir fyrir að vera karlmenn; þurfa ekki að standa í þessu óláns sminkveseni á hverjum morgni ... ... en erum þó líkast til báðir með sminkuðustu mönnum landsins, starfa okkar vegna. Það er önnur Ella. Geir virkaði vel á mig í gær. Yfirvegaður þrátt fyrir furðulega framvindu í borginni. Ég saumaði náttúrlega að honum en hann svaraði alltaf ærlega. Mér finnst hann afskaplega heill stjórnmálamaður - og það er engin tilviljun að hann mælist með himinskautum í könnun Fréttablaðsins um traust landsmanna á pólitíkusum. Hann er einfaldlega traustur. Enginn fígúrustjórnmálamaður. En umfram allt traustur. Gaman svo að sjá að Ingibjörg Sólrún er hætt að vera umdeildi stjórnmálamaðurinn; sjallarnir greinilega búnir að taka hana í sátt ... Svona er pólitíkin skrykkjótt ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun
Ég hef ýmislegt reynt í sjónvarpsmennskunni en aldrei fyrr hefur þurft að hvíta mig fyrir útsendingu. Það gerðist í gær. Ég kom svo sólbrenndur af skíðum frá ítölsku ölpunum um helgina að fyrst þurfti að setja sérstakt lag af hvítu sminki á fésið á mér áður en hefðbundna förðunin tók við. Þar með var ég tilbúinn í Mannamál gærkvöldsins. Félagi Geir H. Haarde, aðalgestur minn í gær, horfði forviða á þessar aðfarir Rakelar Ottesen sminku í förðunarstólnum uppi á Lynghálsi - og báðir vorum við þakklátir fyrir að vera karlmenn; þurfa ekki að standa í þessu óláns sminkveseni á hverjum morgni ... ... en erum þó líkast til báðir með sminkuðustu mönnum landsins, starfa okkar vegna. Það er önnur Ella. Geir virkaði vel á mig í gær. Yfirvegaður þrátt fyrir furðulega framvindu í borginni. Ég saumaði náttúrlega að honum en hann svaraði alltaf ærlega. Mér finnst hann afskaplega heill stjórnmálamaður - og það er engin tilviljun að hann mælist með himinskautum í könnun Fréttablaðsins um traust landsmanna á pólitíkusum. Hann er einfaldlega traustur. Enginn fígúrustjórnmálamaður. En umfram allt traustur. Gaman svo að sjá að Ingibjörg Sólrún er hætt að vera umdeildi stjórnmálamaðurinn; sjallarnir greinilega búnir að taka hana í sátt ... Svona er pólitíkin skrykkjótt ... -SER.