Ljóst er að kínverski risinn Yao Ming leikur ekki meira með á þessu tímabili í NBA deildinni. Þetta er mikið áfall fyrir lið Houston Rockets sem hefur unnið tólf síðustu leiki sína í deildinni.
Ming er með 22 stig og 10,8 fráköst að meðaltali á tímabilinu en hann er meiddur í vinstri fæti.