Getafe vann í kvöld 3-1 sigur á Racing Santander í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar.
Liðin mætast öðru sinni í næsta mánuði og þá á heimavelli Racing en staða Getafe er sterk eftir úrslit kvöldsins.
Ruben de la Red kom Getafe yfir á 23. mínútu en Racing jafnaði skömmu síðar með marki frá Pólverjanum Ebi Smolarek.
Getafe náði aftur forystunni á 55. mínútu með marki Javier Casquero og Manu del Moral innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki Getafe.
Valencia og Barcelona eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni en liðin skildu jöfn í gær, 1-1, á heimavelli Börsunga.