
Körfubolti
Charles Barkley framlengir við TNT

Skemmtikrafturinn og fyrrum körfuboltamaðurinn Charles Barkley hefur samþykkt að framlengja samning sinn við sjónvarpsstöðina TNT. Þar hefur hann farið á kostum undanfarin ár en TNT undirritaði nýverið samning við NBA TV rásina um samstarf á næstu árum.