Eiður Smári Guðjohnsen endurheimti sæti sitt í leikmannahópi Barcelona ásamt Ronaldinho fyrir leikinn gegn Atletico Madrid á morgun.
Þeir báðir voru ekki valdir í hópinn sem mætti Valencia í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar fyrr í vikunni en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.
Auk þeirra koma þeir Sylvinho og Giovani Dos Santos inn í hópinn á miðjan leik. Bojan Krkic er meiddur og Yaya Toure er hvíldur að þessu sinni.
Ástæðan fyrir því að fjórir koma inn en aðeins tveir detta út er að átján manna leikmannahópur er leyfður í spænsku úrvalsdeildinni en aðeins sextán í bikarkeppninni.
Hópurinn: Valdés, Pinto, Zambrotta, Puyol, Milito, Abidal, Sylvinho, Thuram, Edmílson, Xavi, Deco, Ronaldinho, Eiður Smári, Iniesta, Messi, Henrio, Eto'o og Giovani.