Rafmagnsbyssur sagðar bjarga mannslífum Óli Tynes skrifar 2. mars 2008 17:19 Árásarmaður með hníf felldur með rafbyssu. Rafmagnsbyssurnar eru umdeildar og til dæmis eru samtökin Amnesty international á móti þeim. Fjölmargar fréttir hafa verið sagðar af því að menn hafi látist eftir að hafa fengið í sig skot úr rafbyssum. Lögreglumenn segja á móti að rannsóknir á þessum dauðsföllum hafi nær undantekningalaust leitt í ljós að byssurnar hafi ekki valdið þeim, heldur ofneysla eiturlyfja eða aðrir þættir. Engin 50 þúsund volt Það er útbreiddur misskilningur að rafbyssurnar veiti 50 þúsund volta stuð. Þær framleiða að vísu 50 þúsund volta straum. En stuðið sem þær veita þegar þeim er skotið í fólk er mælt í amperum. Og byssurnar veita ekki ekki nema 0.0021 ampera stuð. Venjuleg rafmagnsinnstunga á heimili er 13 amper. Skot úr byssunum hafa engin áhrif á hjartagangráða sem þola 800 sinnum meiri truflun. Lögreglan segir að mönnum sé margfallt minni hætta á meiðslum ef þeir eru yfirbugaðir með rafbyssum í stað þess að vera beittir lögreglutökum eða kylfum, hvað þá venjulegum skotvopnum. Þeir sem ráðast á lögreglumenn eða veita þeim mótspyrnu eru oftast í mikilli geðshræringu sem gefur þeim mjög aukið afl. Það getur því verið erfitt að yfirbuga þá nema beita mikilli hörku og ofbeldi. Með rafbyssu eru þeir gerðir óvirkir á sekúndubroti. Bjargað mörgum mannslífum Kanadiska lögreglan gengur svo langt að segja að rafmagnsbyssur hafi bjargað 4000 mannslífum síðan byrjað var að nota þær árið 1999. Lögreglan í Queensland í Ástralíu segir að byssurnar hafi mikinn fælingarmátt. Oft sé nóg að ógna með þeim. Árásum á lögregluþjóna í vestur Ástralíu þar sem rafbyssur eru notaðar hafi fækkað um 40 prósent. Miklar rannsóknir Breska lögreglan hefur rafmagnsbyssur. Þær voru teknar í notkun eftir prófanir og rannsóknir sem eru sagðar þær umfanagsmestu sem nokkrusinni hafi verið gerðar á valdbeitingartæki. Gagnrýnendur þessara vopna segja hættu á að lögreglumenn misnoti þau. Í nýjustu byssunum eru bæði kvikmyndavélar og hljóðupptökutæki sem skrá niður nákvæmlega hvernig hún er notuð. Erlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Rafmagnsbyssurnar eru umdeildar og til dæmis eru samtökin Amnesty international á móti þeim. Fjölmargar fréttir hafa verið sagðar af því að menn hafi látist eftir að hafa fengið í sig skot úr rafbyssum. Lögreglumenn segja á móti að rannsóknir á þessum dauðsföllum hafi nær undantekningalaust leitt í ljós að byssurnar hafi ekki valdið þeim, heldur ofneysla eiturlyfja eða aðrir þættir. Engin 50 þúsund volt Það er útbreiddur misskilningur að rafbyssurnar veiti 50 þúsund volta stuð. Þær framleiða að vísu 50 þúsund volta straum. En stuðið sem þær veita þegar þeim er skotið í fólk er mælt í amperum. Og byssurnar veita ekki ekki nema 0.0021 ampera stuð. Venjuleg rafmagnsinnstunga á heimili er 13 amper. Skot úr byssunum hafa engin áhrif á hjartagangráða sem þola 800 sinnum meiri truflun. Lögreglan segir að mönnum sé margfallt minni hætta á meiðslum ef þeir eru yfirbugaðir með rafbyssum í stað þess að vera beittir lögreglutökum eða kylfum, hvað þá venjulegum skotvopnum. Þeir sem ráðast á lögreglumenn eða veita þeim mótspyrnu eru oftast í mikilli geðshræringu sem gefur þeim mjög aukið afl. Það getur því verið erfitt að yfirbuga þá nema beita mikilli hörku og ofbeldi. Með rafbyssu eru þeir gerðir óvirkir á sekúndubroti. Bjargað mörgum mannslífum Kanadiska lögreglan gengur svo langt að segja að rafmagnsbyssur hafi bjargað 4000 mannslífum síðan byrjað var að nota þær árið 1999. Lögreglan í Queensland í Ástralíu segir að byssurnar hafi mikinn fælingarmátt. Oft sé nóg að ógna með þeim. Árásum á lögregluþjóna í vestur Ástralíu þar sem rafbyssur eru notaðar hafi fækkað um 40 prósent. Miklar rannsóknir Breska lögreglan hefur rafmagnsbyssur. Þær voru teknar í notkun eftir prófanir og rannsóknir sem eru sagðar þær umfanagsmestu sem nokkrusinni hafi verið gerðar á valdbeitingartæki. Gagnrýnendur þessara vopna segja hættu á að lögreglumenn misnoti þau. Í nýjustu byssunum eru bæði kvikmyndavélar og hljóðupptökutæki sem skrá niður nákvæmlega hvernig hún er notuð.
Erlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira