Einn af hverjum 100 fullorðnum Bandaríkjamönnum situr í fanagelsi samkvæmt nýrri skýrslu frá dómsmálaráðuneyti landsins.
Fangarnir eru yfir 2,3 milljónir talsins. Næst í röðinni er Kína með 1,5 milljónir fanga. Þá er rétt að hafa í huga að Bandaríkjamenn eru rúmlega 300 milljónir talsins en Kínverjar 1,3 milljarðar.
New York Times segir að misskiptingin í fangelsunum sé umtalsverð. Einn af hverjum níu svertingjum landsins er í fangelsi.
Í heildartölu íbúa er hinsvegar einn af hverjum fimmtán svartur. Bandaríkjamenn ættaðir frá Rómönsku Ameríku eru einnig tíðir gestir í fangelsum. Einn af hverjum 36 situr bak við lás og slá.