NBA í nótt: Tíundi sigur San Antonio í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2008 09:30 Tony Parker skilar boltanum í körfuna. Nordic Photos / Getty Images San Antonio Spurs vann sinn tíunda sigur í röð er liðið vann New Jersey Nets í nótt, 81-70. Alls fóru átta leikir fram í deildinni í nótt. Tim Duncan var með 29 stig og tólf fráköst í leiknum fyrir San Antonio en Vince Carter var stigahæstur leikmanna New Jersey með nítján stig. Þetta var annar sigur San Antonio á New Jersey á þremur dögum en San Antonio er nú með forystu á Vesturströndinni, þó hún sé naum. Ekki munar nema fjórum sigurleikjum á liðinu og Golden State sem er í áttunda sætinu í Vesturströndinni. Alls eru tíu lið sem eru með meira en 50 prósent sigurhlutfall á Vesturströndinni og bítast þau nú um sætin átta sem í boði eru í úrslitakeppninni. Portland stendur verst af þessum tíu liðum og Denver er í níunda sæti sem stendur. Denver er þó ekki nema sex sigurleikjum á eftir San Antonio. Á Austurströndinni eru tvö lið í sérflokki og þau mætast í nótt. Þarna ræðir um Boston Celtics og Detroit Pistons. Detroit vann í nótt Seattle, 100-97. Tayshaun Prince var með 24 stig fyrir Detroit og Chauncey Billups bætti við 20 stigum og níu fráköstum. Seattle náði góðri forystu í leiknum, 41-28, en náði ekki að fylgja góðum fyrsta leikhluta eftir. Earl Watson var með 23 stig fyrir Seattle og Chris Wilcox og Kevin Durant voru með 20 hver. LA Lakers vann Sacramento á útivelli, 117-105. Kobe Bryant var með 34 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Pau Gasol bætti við 31 stigi en þetta var tólfti sigur Lakers í síðustu þrettán leikjum liðsins. Bryant sá alfarið um stigaskorun Lakers á síðustu sex mínútum leiksins, þar á meðal ellefu stig í röð er Lakers tók forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Phoenix vann Portland, 97-92. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og Shaquille O'Neal skoraði sex stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix var með góða forystu í upphafi leiksins en Portland náði að minnka muninn í sex stig í síðasta leikhlutanum án þess að ógna sigri Phoenix að nokkru ráði. Branton Roy var með 25 stig fyrir Portland sem hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Orlando vann Toronto, 102-87. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og Dwight Howard bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. TJ Ford skoraði þrettán af sínum 20 stigum í fjórða leikhluta er hann reyndi að halda lífi í sínum mönnum. Golden State vann Atlanta, 135-118. Baron Davis skoraði 35 stig og Stephen Jackson var með 29 stig í fjórða sigri Golden State í röð. Joe Johnson skoraði 38 stig fyrir Atlanta sem hefur gengið skelfilega upp á síðkastið og tapað tíu af síðustu þrettán leikjum sínum. Charlotte vann Minnesota, 109-89. Jason Richardson var með 25 stig og átta fráköst fyrir Charlotte og Emeka Okafor bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Þetta var fyrsti sigurleikur Charlotte á útivelli í síðustu tíu útileikjum sínum en þetta var aðeins fimmti útivallasigur Charlotte í deildinni í vetur. Al Jefferson var með átján stig fyrir Minnesota auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Chicago vann Memphis, 112-97. Drew Gooden og Luol Deng voru með 21 stig hvor í leiknum en þetta var níundi tapleikur Memphis í röð. Þetta var án efa besti leikur Gooden síðan hann kom til liðsins frá Cleveland. Kyle Lowry var með 24 stig fyrir Memphis sem hefur tapað fimmtán af síðustu sextán leikjum sínum. NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
San Antonio Spurs vann sinn tíunda sigur í röð er liðið vann New Jersey Nets í nótt, 81-70. Alls fóru átta leikir fram í deildinni í nótt. Tim Duncan var með 29 stig og tólf fráköst í leiknum fyrir San Antonio en Vince Carter var stigahæstur leikmanna New Jersey með nítján stig. Þetta var annar sigur San Antonio á New Jersey á þremur dögum en San Antonio er nú með forystu á Vesturströndinni, þó hún sé naum. Ekki munar nema fjórum sigurleikjum á liðinu og Golden State sem er í áttunda sætinu í Vesturströndinni. Alls eru tíu lið sem eru með meira en 50 prósent sigurhlutfall á Vesturströndinni og bítast þau nú um sætin átta sem í boði eru í úrslitakeppninni. Portland stendur verst af þessum tíu liðum og Denver er í níunda sæti sem stendur. Denver er þó ekki nema sex sigurleikjum á eftir San Antonio. Á Austurströndinni eru tvö lið í sérflokki og þau mætast í nótt. Þarna ræðir um Boston Celtics og Detroit Pistons. Detroit vann í nótt Seattle, 100-97. Tayshaun Prince var með 24 stig fyrir Detroit og Chauncey Billups bætti við 20 stigum og níu fráköstum. Seattle náði góðri forystu í leiknum, 41-28, en náði ekki að fylgja góðum fyrsta leikhluta eftir. Earl Watson var með 23 stig fyrir Seattle og Chris Wilcox og Kevin Durant voru með 20 hver. LA Lakers vann Sacramento á útivelli, 117-105. Kobe Bryant var með 34 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Pau Gasol bætti við 31 stigi en þetta var tólfti sigur Lakers í síðustu þrettán leikjum liðsins. Bryant sá alfarið um stigaskorun Lakers á síðustu sex mínútum leiksins, þar á meðal ellefu stig í röð er Lakers tók forystuna í fyrsta sinn í leiknum. Phoenix vann Portland, 97-92. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og Shaquille O'Neal skoraði sex stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix var með góða forystu í upphafi leiksins en Portland náði að minnka muninn í sex stig í síðasta leikhlutanum án þess að ógna sigri Phoenix að nokkru ráði. Branton Roy var með 25 stig fyrir Portland sem hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Orlando vann Toronto, 102-87. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og Dwight Howard bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. TJ Ford skoraði þrettán af sínum 20 stigum í fjórða leikhluta er hann reyndi að halda lífi í sínum mönnum. Golden State vann Atlanta, 135-118. Baron Davis skoraði 35 stig og Stephen Jackson var með 29 stig í fjórða sigri Golden State í röð. Joe Johnson skoraði 38 stig fyrir Atlanta sem hefur gengið skelfilega upp á síðkastið og tapað tíu af síðustu þrettán leikjum sínum. Charlotte vann Minnesota, 109-89. Jason Richardson var með 25 stig og átta fráköst fyrir Charlotte og Emeka Okafor bætti við nítján stigum auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Þetta var fyrsti sigurleikur Charlotte á útivelli í síðustu tíu útileikjum sínum en þetta var aðeins fimmti útivallasigur Charlotte í deildinni í vetur. Al Jefferson var með átján stig fyrir Minnesota auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Chicago vann Memphis, 112-97. Drew Gooden og Luol Deng voru með 21 stig hvor í leiknum en þetta var níundi tapleikur Memphis í röð. Þetta var án efa besti leikur Gooden síðan hann kom til liðsins frá Cleveland. Kyle Lowry var með 24 stig fyrir Memphis sem hefur tapað fimmtán af síðustu sextán leikjum sínum.
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira