Eiður: Mourinho góður kostur fyrir Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2008 14:18 Eiður Smári fagnar marki í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen sagði í samtali við útvarpsstöð í Barcelona að hann teldi að Jose Mourinho myndi standa sig vel hjá Barcelona. Þetta er haft eftir honum á íþróttavefnum goal.com. „Mourinho er mjög góð persóna og ber ég mikla virðingu fyrir honum." Hann sagði þó að samband Mourinho við Börsunga væri að mörgu leyti sérstakt. „Hann starfaði hérna þegar Robson var með liðið, lét ýmis orð falla og stóð í ýmsu með Rikjaard þegar Barcelona og Chelsea mættust." Eiður segir þó að hann væri mjög ánægður hjá Barcelona undir stjórn Rijkaard. „Við erum með mjög góðan þjálfara og þetta lið getur vel unnið titla. Ég ber mjög mikið traust til hans." „Deildin og Meistaradeildin eru alveg jafn mikilvægar keppnir hvað mig varðar en við þurfum að vinna einn titil á þessu tímabili - jafnvel tvo." „Við getum líka unnið bikarkeppnina og svo líka einn mikilvægan titil. Það er þar að auki ekki hægt að útiloka að vinna alla þrjá." Hann segir að sóknarþungi Börsunga gæti fleytt liðinu langt. „Henry verður frábær hjá Barcelona en ekki sami Henry og var hjá Arsenal. Við höfum mikla trú á honum." „Ronaldinho? Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni og þegar það gerist þarf hann stuðning og hvatningu okkar hinna. Mér finnst gagnrýnin sem hann fékk of mikil þar sem hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð." „Hann hefur verið að bæta sig í undanförnum leikjum og virðist hamingjusamari. Ég er viss um að hann komist í sitt besta form aftur og þurfum við þess nú þegar að Messi er meiddur." Eiður hefur fengið að spila af og til í vetur en segist engu að síður hamingjusamur hjá félaginu. „Samingur minn nær til næstu tveggja ára og mun ég vera hér þar til ég get það ekki lengur. Það eru vissulega stundum vonbrigði að fá ekki að spila, sérstaklega þar sem ég náði nokkrum góðum leikjum í röð þar sem ég var að komast í mitt besta form." Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sagði í samtali við útvarpsstöð í Barcelona að hann teldi að Jose Mourinho myndi standa sig vel hjá Barcelona. Þetta er haft eftir honum á íþróttavefnum goal.com. „Mourinho er mjög góð persóna og ber ég mikla virðingu fyrir honum." Hann sagði þó að samband Mourinho við Börsunga væri að mörgu leyti sérstakt. „Hann starfaði hérna þegar Robson var með liðið, lét ýmis orð falla og stóð í ýmsu með Rikjaard þegar Barcelona og Chelsea mættust." Eiður segir þó að hann væri mjög ánægður hjá Barcelona undir stjórn Rijkaard. „Við erum með mjög góðan þjálfara og þetta lið getur vel unnið titla. Ég ber mjög mikið traust til hans." „Deildin og Meistaradeildin eru alveg jafn mikilvægar keppnir hvað mig varðar en við þurfum að vinna einn titil á þessu tímabili - jafnvel tvo." „Við getum líka unnið bikarkeppnina og svo líka einn mikilvægan titil. Það er þar að auki ekki hægt að útiloka að vinna alla þrjá." Hann segir að sóknarþungi Börsunga gæti fleytt liðinu langt. „Henry verður frábær hjá Barcelona en ekki sami Henry og var hjá Arsenal. Við höfum mikla trú á honum." „Ronaldinho? Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni og þegar það gerist þarf hann stuðning og hvatningu okkar hinna. Mér finnst gagnrýnin sem hann fékk of mikil þar sem hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð." „Hann hefur verið að bæta sig í undanförnum leikjum og virðist hamingjusamari. Ég er viss um að hann komist í sitt besta form aftur og þurfum við þess nú þegar að Messi er meiddur." Eiður hefur fengið að spila af og til í vetur en segist engu að síður hamingjusamur hjá félaginu. „Samingur minn nær til næstu tveggja ára og mun ég vera hér þar til ég get það ekki lengur. Það eru vissulega stundum vonbrigði að fá ekki að spila, sérstaklega þar sem ég náði nokkrum góðum leikjum í röð þar sem ég var að komast í mitt besta form."
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira