Átökin um ESB 12. mars 2008 10:16 Umræðan um mögulega ESB-inngöngu Íslendinga hefur tekið fjörkipp á síðustu dögum. Svokallaðir hagsmunaaðilar öskra hver af öðrum í þá veru að Ísland verði vart bissnesslífinu bjóðandi ef menn fari ekki að halla sér að ESB og evru. Í þessu ljósi verður forvitnilegt í meira lagi að fylgjast með pólitískum svipbrigðum stjórnarflokkanna á næstu mánuðum og misserum. Munu stjórnarherrarnir geta unað saman í sundurlyndi Evrópuumræðunnar? Ingibjörg Sólrún sagði í Mannamáli á sunnudag, aðspurð um neikvæða afstöðu sjálfstæðisforystunnar til ESB-aðildar að þar væri á ferðinni einhver "arfur af misskilinni þjóðernispólitík." Já. Það er fast skotið. Augljóst er af orðum Ingibjargar Sólrúnar að Samfylkingin mun gera Evrópumálin að einu helsta kosningamáli flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Með öðrum orðum; eftir 3 ár verður kosið um aðild að Evrópusambandinu. Mogginn segir í leiðara í dag: "Það er mál út af fyrir sig, að þessi orð formanns Samfylkingarinnar jafngilda yfirlýsingu um að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar haldi ekki áfram að loknum næstu þingkosningunum." Já. Pólitíska stórspurningin á Íslandi í dag er þessi: Þorir Samfylkingin að halda Evrópupólitík sinni til streitu - og fara alla leið? Um hitt er líka spurt: Þorir Sjálfstæðisflokkurinn að halda Evrópumálunum utan dagskrár fram yfir næstu kosningar? Það er undiralda ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson Skoðun
Umræðan um mögulega ESB-inngöngu Íslendinga hefur tekið fjörkipp á síðustu dögum. Svokallaðir hagsmunaaðilar öskra hver af öðrum í þá veru að Ísland verði vart bissnesslífinu bjóðandi ef menn fari ekki að halla sér að ESB og evru. Í þessu ljósi verður forvitnilegt í meira lagi að fylgjast með pólitískum svipbrigðum stjórnarflokkanna á næstu mánuðum og misserum. Munu stjórnarherrarnir geta unað saman í sundurlyndi Evrópuumræðunnar? Ingibjörg Sólrún sagði í Mannamáli á sunnudag, aðspurð um neikvæða afstöðu sjálfstæðisforystunnar til ESB-aðildar að þar væri á ferðinni einhver "arfur af misskilinni þjóðernispólitík." Já. Það er fast skotið. Augljóst er af orðum Ingibjargar Sólrúnar að Samfylkingin mun gera Evrópumálin að einu helsta kosningamáli flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Með öðrum orðum; eftir 3 ár verður kosið um aðild að Evrópusambandinu. Mogginn segir í leiðara í dag: "Það er mál út af fyrir sig, að þessi orð formanns Samfylkingarinnar jafngilda yfirlýsingu um að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar haldi ekki áfram að loknum næstu þingkosningunum." Já. Pólitíska stórspurningin á Íslandi í dag er þessi: Þorir Samfylkingin að halda Evrópupólitík sinni til streitu - og fara alla leið? Um hitt er líka spurt: Þorir Sjálfstæðisflokkurinn að halda Evrópumálunum utan dagskrár fram yfir næstu kosningar? Það er undiralda ... -SER.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun