
Körfubolti
Nelson verður áfram með Warriors

Forráðamenn Golden State Warriors ákváðu í gær að nýta sér ákvæði í samningi þjálfarans Don Nelson og tryggja sér þjónustu hins 68 ára gamla þjálfara út næstu leiktíð. Liðið hefur öðlast nýtt líf undir stjórn Nelson og virðist á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir mörg og mögur ár þar á undan.