Nærri 60 hafa fallið í árásum og átökum í Írak síðasta sólahringinn. Bandaríkjamenn segja það rangt að ofbeldi hafi færst í aukana í landinu síðustu vikur þó mannfall hafi verið nokkurt síðustu daga. Fjölgun í herliðinu hafi dregið úr átökum.
Írakar segja mannfall hafa færst í aukana síðustu vikur, það sýni tölur alþjóðsamtaka. Í janúar hafi 20 að meðaltali fallið á dag miðað við 65 árin áður. Í febrúar hafi 26 fallið hvern dag og 39 það sem af er mars.