Boston stefnir á mesta viðsnúning allra tíma 13. mars 2008 14:10 Tim Duncan og David Robinson NordcPhotos/GettyImages Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni. Það er San Antonio sem á tvo stærstu viðsnúninga sem lið hefur náð milli tímabila í sögu NBA deildarinnar og báru þau bæði upp á nýliðaár tveggja bestu leikmanna í sögu félagsins - David Robinson og Tim Duncan. Lottóvinningurinn Duncan Mesti viðsnúningur í sögu NBA deildarinnar er 36 sigrar hjá San Antonio yfir leiktíðarnar tvær árin 1996-98. Leiktíðina 1996-97 var aðalstjarna liðsins David Robinson mikið meiddur og hrundi leikur liðsins í fjarveru hans. Sumarið eftir datt liðið svo heldur betur í lukkupottinn þegar það fékk fyrsta valrétt í nýliðavalinu og tók þar Tim Duncan. Undir stjórn Duncan og Robinson hrökk San Antonio liðið heldur betur í gang og bætti sig um 36 sigurleiki. Liðið vann aðeins 20 af 82 leikjum sínum (24%) leiktíðina 1996-97 en ári síðar vann liðið 56 af 82 leikjum sínum (68%). Nýliðaár David Robinson Álíka viðsnúningur varð í sögu San Antonio leiktíðarnar 1988-90 þar sem liðið vann aðeins 21 leik árið 1989, en eftir að liðið tók David Robinson númer eitt í nýliðavalinu árið eftir vænkaðist hagur liðsins heldur betur og það vann 56 leiki og hefur verið í fremstu röð allar götur síðan ef undan er skilin leiktíðin 1996-97. Steve Nash kveikti í Phoenix Phoenix á þriðja besta viðsnúninginn í sögunni og hann hélst í hendur við komu Steve Nash til liðsins árið 2004. Leiktíðina 2003-04 vann Phoenix aðeins 29 leiki (35% vinningshlutfall) en árið eftir sprakk liðið út með Nash í fararbroddi og vann 62 leiki (75,6% vinningshlutfall) og fór alla leið í úrslit Vesturdeildar. Boston vantar níu sigra til að jafna metiðNordicPhotos/GettyImagesBoston er nú á góðri leið með að bæta metið yfir besta viðsnúning allra tíma í NBA - og haldi liðið áfram á svipuðum krafti og verið hefur í vetur, er ljóst að þar verður um talsverða bætingu að ræða.Boston vann aðeins 24 leiki alla leiktíðina í fyrra en það hefur heldur betur snúist við með tilkomu þeirra Kevin Garnett og Ray Allen síðasta sumar.Boston hefur unnið 51 leik það sem af er vetri og aðeins tapað 12. Þetta þýðir að haldi liðið sama dampi þann mánuð sem eftir er af deildarkeppninni mundi það vinna í kring um 66 leiki og það mundi þýða 42 leikja viðsnúning frá síðasta tímabili.Boston hefur þegar bætt sig um 27 leiki frá í fyrra og vantar því aðeins níu sigra í viðbót í síðustu 19 leikjunum til að jafna met San Antonio yfir stærsta viðsnúning allra tíma í deildinni. NBA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni. Það er San Antonio sem á tvo stærstu viðsnúninga sem lið hefur náð milli tímabila í sögu NBA deildarinnar og báru þau bæði upp á nýliðaár tveggja bestu leikmanna í sögu félagsins - David Robinson og Tim Duncan. Lottóvinningurinn Duncan Mesti viðsnúningur í sögu NBA deildarinnar er 36 sigrar hjá San Antonio yfir leiktíðarnar tvær árin 1996-98. Leiktíðina 1996-97 var aðalstjarna liðsins David Robinson mikið meiddur og hrundi leikur liðsins í fjarveru hans. Sumarið eftir datt liðið svo heldur betur í lukkupottinn þegar það fékk fyrsta valrétt í nýliðavalinu og tók þar Tim Duncan. Undir stjórn Duncan og Robinson hrökk San Antonio liðið heldur betur í gang og bætti sig um 36 sigurleiki. Liðið vann aðeins 20 af 82 leikjum sínum (24%) leiktíðina 1996-97 en ári síðar vann liðið 56 af 82 leikjum sínum (68%). Nýliðaár David Robinson Álíka viðsnúningur varð í sögu San Antonio leiktíðarnar 1988-90 þar sem liðið vann aðeins 21 leik árið 1989, en eftir að liðið tók David Robinson númer eitt í nýliðavalinu árið eftir vænkaðist hagur liðsins heldur betur og það vann 56 leiki og hefur verið í fremstu röð allar götur síðan ef undan er skilin leiktíðin 1996-97. Steve Nash kveikti í Phoenix Phoenix á þriðja besta viðsnúninginn í sögunni og hann hélst í hendur við komu Steve Nash til liðsins árið 2004. Leiktíðina 2003-04 vann Phoenix aðeins 29 leiki (35% vinningshlutfall) en árið eftir sprakk liðið út með Nash í fararbroddi og vann 62 leiki (75,6% vinningshlutfall) og fór alla leið í úrslit Vesturdeildar. Boston vantar níu sigra til að jafna metiðNordicPhotos/GettyImagesBoston er nú á góðri leið með að bæta metið yfir besta viðsnúning allra tíma í NBA - og haldi liðið áfram á svipuðum krafti og verið hefur í vetur, er ljóst að þar verður um talsverða bætingu að ræða.Boston vann aðeins 24 leiki alla leiktíðina í fyrra en það hefur heldur betur snúist við með tilkomu þeirra Kevin Garnett og Ray Allen síðasta sumar.Boston hefur unnið 51 leik það sem af er vetri og aðeins tapað 12. Þetta þýðir að haldi liðið sama dampi þann mánuð sem eftir er af deildarkeppninni mundi það vinna í kring um 66 leiki og það mundi þýða 42 leikja viðsnúning frá síðasta tímabili.Boston hefur þegar bætt sig um 27 leiki frá í fyrra og vantar því aðeins níu sigra í viðbót í síðustu 19 leikjunum til að jafna met San Antonio yfir stærsta viðsnúning allra tíma í deildinni.
NBA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira