Leik Athletic Bilbao og Real Betis var flautaður af á 72. mínútu eftir að flösku var kastað í haus Armando Riviero, markvarðar Athletic.
Myndband af atvikinu má sjá hér. Athletic var nýbúið að ná forystunni í leiknum þegar dómari leiksins, Carlos Gomez, flautaði leikinn af.
Eins og sést á myndbandinu blóðgaðist Armando í andlitinu og þurfti að sama saman skurð undir auganu hans. Það sést einnig á myndbandinu að áhorfendur sáu til þess að lögreglan gat handtekið þann sem kastaði flöskunni.
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist því Juande Ramos, fyrrum þjálfari Sevilla og núverandi stjóri Tottenham, missti meðvitund eftir að stuðningsmenn Betis köstuðu flösku í hann í fyrra.
Forráðamenn Athletic fara nú fram á að þeim verði dæmdur sigurinn í leiknum. Sem fordæmi nefna þeir landsleik Svíþjóðar og Danmerkur þar sem leikurinn var flautaður af eftir að stuðningsmaður Dana hljóp inn á völlinn og réðst að dómara leiksins.