NBA í nótt: Boston vann meistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2008 09:08 Bruce Bowen gengur svekktur af velli en leikmenn Boston fagna í bakgrunni. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara San Antonio Spurs, 93-91, þrátt fyrir að hafa lent 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Boston byrjaði skelfilega í leiknum og munurinn varð mestur í öðrum leikhluta, 33-11. En þá tóku þeir Paul Pierce, Rajon Rondo og Sam Cassell til sinna mála og náðu að klára leikinn. Cassell sýndi að hann hefur talsvert að færa Boston-liðinu en hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 46 sekúndur voru til leiksloka og kom Boston í forystu í leiknum. Pierce skoraði alls 22 stig í leiknum, Rondo 20 og Cassell sautján. Hjá San Antonio var Manu Ginobili stigahæstur með 32 stig. San Antonio átti þó síðasta skotið í leiknum og hefði Robert Horry hitt úr þriggja stiga skoti sínu hefði hann tryggt sínum mönnum sigur. Í kvöld verður svo gríðarlega spennandi leikur á dagskrá er Boston fer í heimsókn til Houston Rockets sem hefur unnið 22 leiki í röð. San Antonio hefur hins vegar tapað fjórum leikjum í röð og er komið niður í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Orlando vann góðan sigur á Cleveland, 104-90. Dwight Howard var með 23 stig og þrettán fráköst og Rashard Lewis bætti við 21 stigi. LeBron James skoraði 30 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en það dugði ekki til. Delonte West skoraði sextán stig og Sasha Pavlovic fjórtán. Atlanta vann Wasington, 105-96, þar sem Mike Bibby skoraði 23 stig og Joe Johnson átján í þriðja sigri Atlanta í röð. Með sigrinum færðist Atlanta fyrir ofan New Jersey í áttunda sæti Austurdeildarinnar og þar með inn í úrslitakeppnina. New Jersey á hins vegar leik til góða og með sigri tekur liðið aftur áttunda sætið af Atlanta. Nýliðinn Al Horford hefur átt skínandi góða leiki fyrir Atlanta að undanförnu og í nótt skoraði hann tólf stig, tók fimmtán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Indiana vann New York, 110-98. Mike Dunleavy skoraði 36 stig fyrir Indiana og Danny Granger var með 26 stig og ellefu fráköost. Hjá New York var Zach Randolph stigahæstur með 21 stig og fjórtán fráköst en þetta var níundi tapleikur New York í síðustu tíu leikjum liðsins. Memphis vann Charlotte, 98-80. Mike Miller var með átján stig og þrettán fráköst en þetta var fyrsti sigur Memphis í síðustu fimm leikjum liðsins. Derek Anderson skoraði sautján stig fyrri Charlotte en byrjunarliðsmenn liðsins skoruðu aðeins 36 stig í leiknum. Hvorugt lið á mikla möguleika að komast í úrslitakeppnina. New Orleans vann Chicago, 108-97, þar sem Chris Paul fór á kostum og skoraði 37 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Alls skoraði New Orleans 33 stig gegn þrettán frá Chicago í fjórða leikhluta en liðið kláraði leikinn á síðustu þremur mínútunum. Ben Gordon skoraði 31 stig fyrir Chicago en Drew Gooden var með 23 stig og tólf fráköst. Minnesota vann LA Clippers, 99-90, þar sem Al Jefferson náði sinni 48. tvöfaldri tvennu með 22 stig og fjórtán fráköst. Ryan Gomes bætti við nítján stigum fyrir Minnesota. Corey Maggette skoraði 34 stig fyrir Clippers. Utah vann Toronto, 96-79. Deron Williams skoraði 21 stig en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð á heimavelli en það er jöfnun á félagsmetinu. Þegar leikar stóðu jafnir, 65-65, skoraði Utah 24 stig gegn aðeins fjórum frá Toronto og dugði það til að tryggja sigurinn. Jose Calderon skoraði sextán stig fyrir Toronto. Utah getur bætt félagsmetið með því að leggja LA Lakers á heimavelli á fimmtudaginn kemur. Spennan í Vesturdeildinni er gríðarlega mikil en aðeins tveir og hálfur sigurleikur skilur að efstu sjö liðin. Staðan í deildinni NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Boston Celtics gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara San Antonio Spurs, 93-91, þrátt fyrir að hafa lent 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Boston byrjaði skelfilega í leiknum og munurinn varð mestur í öðrum leikhluta, 33-11. En þá tóku þeir Paul Pierce, Rajon Rondo og Sam Cassell til sinna mála og náðu að klára leikinn. Cassell sýndi að hann hefur talsvert að færa Boston-liðinu en hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 46 sekúndur voru til leiksloka og kom Boston í forystu í leiknum. Pierce skoraði alls 22 stig í leiknum, Rondo 20 og Cassell sautján. Hjá San Antonio var Manu Ginobili stigahæstur með 32 stig. San Antonio átti þó síðasta skotið í leiknum og hefði Robert Horry hitt úr þriggja stiga skoti sínu hefði hann tryggt sínum mönnum sigur. Í kvöld verður svo gríðarlega spennandi leikur á dagskrá er Boston fer í heimsókn til Houston Rockets sem hefur unnið 22 leiki í röð. San Antonio hefur hins vegar tapað fjórum leikjum í röð og er komið niður í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Orlando vann góðan sigur á Cleveland, 104-90. Dwight Howard var með 23 stig og þrettán fráköst og Rashard Lewis bætti við 21 stigi. LeBron James skoraði 30 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en það dugði ekki til. Delonte West skoraði sextán stig og Sasha Pavlovic fjórtán. Atlanta vann Wasington, 105-96, þar sem Mike Bibby skoraði 23 stig og Joe Johnson átján í þriðja sigri Atlanta í röð. Með sigrinum færðist Atlanta fyrir ofan New Jersey í áttunda sæti Austurdeildarinnar og þar með inn í úrslitakeppnina. New Jersey á hins vegar leik til góða og með sigri tekur liðið aftur áttunda sætið af Atlanta. Nýliðinn Al Horford hefur átt skínandi góða leiki fyrir Atlanta að undanförnu og í nótt skoraði hann tólf stig, tók fimmtán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Indiana vann New York, 110-98. Mike Dunleavy skoraði 36 stig fyrir Indiana og Danny Granger var með 26 stig og ellefu fráköost. Hjá New York var Zach Randolph stigahæstur með 21 stig og fjórtán fráköst en þetta var níundi tapleikur New York í síðustu tíu leikjum liðsins. Memphis vann Charlotte, 98-80. Mike Miller var með átján stig og þrettán fráköst en þetta var fyrsti sigur Memphis í síðustu fimm leikjum liðsins. Derek Anderson skoraði sautján stig fyrri Charlotte en byrjunarliðsmenn liðsins skoruðu aðeins 36 stig í leiknum. Hvorugt lið á mikla möguleika að komast í úrslitakeppnina. New Orleans vann Chicago, 108-97, þar sem Chris Paul fór á kostum og skoraði 37 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Alls skoraði New Orleans 33 stig gegn þrettán frá Chicago í fjórða leikhluta en liðið kláraði leikinn á síðustu þremur mínútunum. Ben Gordon skoraði 31 stig fyrir Chicago en Drew Gooden var með 23 stig og tólf fráköst. Minnesota vann LA Clippers, 99-90, þar sem Al Jefferson náði sinni 48. tvöfaldri tvennu með 22 stig og fjórtán fráköst. Ryan Gomes bætti við nítján stigum fyrir Minnesota. Corey Maggette skoraði 34 stig fyrir Clippers. Utah vann Toronto, 96-79. Deron Williams skoraði 21 stig en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð á heimavelli en það er jöfnun á félagsmetinu. Þegar leikar stóðu jafnir, 65-65, skoraði Utah 24 stig gegn aðeins fjórum frá Toronto og dugði það til að tryggja sigurinn. Jose Calderon skoraði sextán stig fyrir Toronto. Utah getur bætt félagsmetið með því að leggja LA Lakers á heimavelli á fimmtudaginn kemur. Spennan í Vesturdeildinni er gríðarlega mikil en aðeins tveir og hálfur sigurleikur skilur að efstu sjö liðin. Staðan í deildinni
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira