Eiður Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi Barcelona sem mætir Valencia í spænsku bikarkeppninni annað kvöld.
Um er að ræða síðari viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar en þeirri fyrri lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Börsunga.
Eiður var í byrjunarliði Barcelona gegn Almería í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Hann fékk högg undir lok leiksins og varð að fara af leikvelli en hann hefur nú jafnað sig á ný.
Ronaldinho var ekki með um helgina en hann hefur ekki æft með liðinu í þessari viku. Hann er ekki heldur í hópnum að þessu sinni en samkvæmt fregnum frá Spáni á hann ekki við meiðsli að stríða þessa stundina.
Hópur Barcelona: Valdés, Pinto, Zambrotta, Milito, Puyol, Thuram, Abidal, Sylvinho, Touré Yaya, Edmílson, Xavi, Iniesta, Eiður Smári, Bojan, Henry og Eto'o.
Eiður Smári í leikmannahópi Börsunga
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti




„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti




„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn
