Getafe í úrslit í bikarnum

Lærisveinar Michael Laudrup í Getafe tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik spænska bikarsins þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Racing í síðari leik liðanna. Getafe fer því í úrslit eftir samanlagðan 4-2 sigur. Liðið mætir annað hvort Barcelona eða Valencia sem mætast annað kvöld.