Valencia gerði sér lítið fyrir og vann topplið Real Madrid á Santiago Bernabéu í dag, 3-2.
David Villa kom gestunum yfir á 34. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Raúl metin. Raúl skoraði öðru sinni á 56. mínútu en ellefu mínútum síðar jafnaði David Villa metin úr vítaspyrnu.
Það var svo Arizmendi sem skoraði sigurmark leiksins á 89. mínútu eftir glæsilegan sprett upp hægri kantinn.
Valencia er með 39 stig í tíunda sæti, rétt eins og Getafe og Almeria.
Real Madrid er enn á toppi deildarinnar með 62 stig en forysta liðsins á Barcelona hefur nú minnkað í fjögur stig.
Real Madrid tapaði á heimavelli
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti

„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
