Gríðarleg spenna í Vesturdeildinni 28. mars 2008 10:00 George Karl þjálfari Denver messar yfir sínum mönnum NordcPhotos/GettyImages Dallas Mavericks tapaði enn einum leiknum í nótt þegar liðið lá fyrir Denver á útivelli 118-105. Denver er í níunda sæti Vesturdeildar en er nú komið fast á hæla Golden State og Dallas sem eru í sjöunda og áttunda sætinu. Carmelo Anthony átti stórleik hjá Denver og skoraði 32 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar og Allen Iverson skoraði 31 stig. Josh Howard skoraði 30 stig fyrir Dallas og Jason Kidd var með 19 stig og 15 stoðsendingar. Bestu tíðindin fyrir Denver í gær voru samt án efa þau að brasilíski framherjinn Nene fékk að leika síðustu mínúturnar í gær, en hann var að snúa aftur eftir 2,5 mánaða fjarveru eftir að hafa greinst með krabbamein í eistum. Detroit Pistons tryggði sér sigur í miðriðlinum í Austurdeildinni með 85-69 sigri á Miami. Arron Affalo og Jason Maxiell skoruðu 15 stig hvor fyrir Detroit og Chauncey Billups skoraði 13 stig og gaf 11 stoðsendingar. Blake Ahern skoraði 15 stig fyrir arfaslakt lið Miami sem er fyrir löngu búið að leggja spilin á borðið og gefast upp í deildarkeppninni. Loks vann Golden State góðan sigur á Portland 111-95. Stephen Jackson skoraði 24 stig fyrir Golden State og Monta Ellis var með 18 stig og 10 fráköst. Steve Blake skoraði 22 stig fyrir Portland og Jarrett Jack 19. Dallas, Golden State og Denver há nú mikið einvígi um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni og Denver og Golden State mætast einmitt í næsta leik þar sem mikið verður í húfi. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona væri úrslitakeppnin ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira
Dallas Mavericks tapaði enn einum leiknum í nótt þegar liðið lá fyrir Denver á útivelli 118-105. Denver er í níunda sæti Vesturdeildar en er nú komið fast á hæla Golden State og Dallas sem eru í sjöunda og áttunda sætinu. Carmelo Anthony átti stórleik hjá Denver og skoraði 32 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar og Allen Iverson skoraði 31 stig. Josh Howard skoraði 30 stig fyrir Dallas og Jason Kidd var með 19 stig og 15 stoðsendingar. Bestu tíðindin fyrir Denver í gær voru samt án efa þau að brasilíski framherjinn Nene fékk að leika síðustu mínúturnar í gær, en hann var að snúa aftur eftir 2,5 mánaða fjarveru eftir að hafa greinst með krabbamein í eistum. Detroit Pistons tryggði sér sigur í miðriðlinum í Austurdeildinni með 85-69 sigri á Miami. Arron Affalo og Jason Maxiell skoruðu 15 stig hvor fyrir Detroit og Chauncey Billups skoraði 13 stig og gaf 11 stoðsendingar. Blake Ahern skoraði 15 stig fyrir arfaslakt lið Miami sem er fyrir löngu búið að leggja spilin á borðið og gefast upp í deildarkeppninni. Loks vann Golden State góðan sigur á Portland 111-95. Stephen Jackson skoraði 24 stig fyrir Golden State og Monta Ellis var með 18 stig og 10 fráköst. Steve Blake skoraði 22 stig fyrir Portland og Jarrett Jack 19. Dallas, Golden State og Denver há nú mikið einvígi um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni og Denver og Golden State mætast einmitt í næsta leik þar sem mikið verður í húfi. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona væri úrslitakeppnin ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira