Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Óvæntustu úrslitin urðu í Los Angeles þar sem Lakers tapaði fyrir Memphis 114-111 þrátt fyrir að Kobe Bryant skoraði 53 stig og hirti 10 fráköst. Þetta var annar skellur Lakers á heimavelli í röð fyrir liði úr neðri hluta deildarinnar.
Boston lagði New Orleans á heimavelli 112-92 og hefndi fyrir tapið í New Orleans fyrir nokkrum dögum. Paul Pierce skorai 27 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Boston en Chris Paul var með 22 stig og 10 stoðsendingar hjá New Orleans.
Phoenix vann góðan sigur á Philadelphia á útivelli 107-93. Amare Stoudemire skoraði 22 stig fyrir Phoenix en Andre Miller var með 16 stig og 10 stoðsendingar fyrir heimamenn.
Úrslitin í nótt:
Indiana-New Jersey 123-115
Toronto-New York 103-95
Philadelphia-Phoenix 93-107
Boston-New Orleans 112-92
Atlanta-Chicago 106-103
Milwaukee-Orlando 86-103
San Antonio-Minnesota 99-84
Utah-L.A. Clippers 121-101
Sacramento-Washington 108-114
L.A. Lakers-Memphis 111-114
Seattle-Charlotte 93-96