Viborg klúðraði 2-0 forystu gegn FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en síðarnefnda liðið vann á endanum 3-2 sigur.
Það var Jesper Grönkjær sem tryggði FCK sigur með marki á 87. mínútu. Rúrik Gíslason kom inn á sem varamaður hjá Viborg á 76. mínútu.
FCK heldur því enn í við Álaborg á toppi deildarinnar en síðarnefnda liðið er í efsta sætinu með 46 stig eftir 22 leiki en FCK er þremur stigum á eftir.
Það er þó nóg eftir af tímabilinu en því lýkur í lok maímánaðar.