NBA í nótt: Phoenix batt enda á sigurgöngu Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2008 09:14 Allen Iverson reynir að verjast Steve Nash. Nordic Photos / Getty Images Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir í nótt og skoraði 81 stig í síðari hálfleik gegn Denver og vann, 132-117. Á sama tíma vann Dallas sinn leik í nótt. Dallas, Denver og Golden State voru öll hnífjöfn í 7.-9. sæti Vesturdeildarinnar fyrir leiki næturinnar en síðastnefnda liðið spilaði ekki í nótt. Það þýðir að Denver er nú fallið niður í níunda sætið og missir af úrslitakeppninni samkvæmt því. Denver hafði unnið síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt og liðið byrjaði vel í nótt. Skotnýting leikmanna í fyrri hálfleik var 60 prósent en staðan í hálfleik var 70-51, Denver í vil. Phoenix tók öll völd í síðari hálfleik og kláraði síðustu tólf mínútur leiksins með 46 stigum gegn 25. Amare Stoudemire skoraði 41 stig fyrir Phoenix og tók fjórtán fráköst þar að auki. Steve Nash bætti við 36 stigum og átta stoðsendingum og Shaquille O'Neal var með 20 stig og tólf fráköst. Hjá Denver var JR Smith stigahæstur með 23 stig, Allen Iverson var með 21 stig og Carmelo Anthony með átján stig og ellefu fráköst. Þessi lið mætast aftur í Denver í nótt. Dallas vann LA Clippers, 93-86, þar sem Jason Kidd fór á kostum og skoraði 27 stig í fjarveru Dirk Nowitzky. Josh Howard var einnig öflugur og skoraði tólf af sínum 25 stigum í fjórða leikhluta. Hjá Clippers var Al Thornton stigahæstur með 26 stig en Dallas hafði yfirhöndina allan tímann í leiknum. Þetta var mikilvægur sigur hjá Denver sem hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn sínum helstu andstæðingum þessa stundina, Denver og Golden State. Aðfaranótt fimmtudagsins mætast svo Dallas og Golden State öðru sinni og er vitaskuld um afar þýðingarmikinn leik að ræða. Utah vann Washington, 129-87, og setti félagsmet með því að setja niður fimmtán þrista í leiknum. CJ Miles bætti persónulegt met og skoraði 29 stig í leiknum. Deron Williams bætti við tólf stigum og sextán stoðsendingum þrátt fyrir að hafa hvílt lengst af í fjórða leikhluta. Antawn Jamison var stigahæstur leikmanna Washington með 22 stig. Atlanta vann Memphis, 116-99, og jók þar með enn forystu sína á New Jersey í baráttu sinni um áttunda sætið í Austurdeildinni. Atlanta náði mest 38 stiga forystu í þriðja leikhluta og þó svo að Memphis hafi náð 23-4 spretti í fjórða leikhluta var munurinn einfaldlega of mikill. Josh Smith var með 26 stig fyrir Atlanta og Rudy Gay 29 fyrir Memphis. Indiana vann Miami, 105-85, þar sem Jermaine O'Neal lék í fyrsta sinn fyrir fyrrnefnda liðið eftir tveggja mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla. Hann skoraði níu stig í leiknum en hann hafði misst af 33 leikjum í röð. Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana en Daequan Cook skoraði sextán fyrir Miami. Toronto vann Charlotte, 104-100, þar sem Chris Bosh skoraði 32 stig. Stigahæstur hjá Charlotte var Jason Richardson með 26 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir í nótt og skoraði 81 stig í síðari hálfleik gegn Denver og vann, 132-117. Á sama tíma vann Dallas sinn leik í nótt. Dallas, Denver og Golden State voru öll hnífjöfn í 7.-9. sæti Vesturdeildarinnar fyrir leiki næturinnar en síðastnefnda liðið spilaði ekki í nótt. Það þýðir að Denver er nú fallið niður í níunda sætið og missir af úrslitakeppninni samkvæmt því. Denver hafði unnið síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt og liðið byrjaði vel í nótt. Skotnýting leikmanna í fyrri hálfleik var 60 prósent en staðan í hálfleik var 70-51, Denver í vil. Phoenix tók öll völd í síðari hálfleik og kláraði síðustu tólf mínútur leiksins með 46 stigum gegn 25. Amare Stoudemire skoraði 41 stig fyrir Phoenix og tók fjórtán fráköst þar að auki. Steve Nash bætti við 36 stigum og átta stoðsendingum og Shaquille O'Neal var með 20 stig og tólf fráköst. Hjá Denver var JR Smith stigahæstur með 23 stig, Allen Iverson var með 21 stig og Carmelo Anthony með átján stig og ellefu fráköst. Þessi lið mætast aftur í Denver í nótt. Dallas vann LA Clippers, 93-86, þar sem Jason Kidd fór á kostum og skoraði 27 stig í fjarveru Dirk Nowitzky. Josh Howard var einnig öflugur og skoraði tólf af sínum 25 stigum í fjórða leikhluta. Hjá Clippers var Al Thornton stigahæstur með 26 stig en Dallas hafði yfirhöndina allan tímann í leiknum. Þetta var mikilvægur sigur hjá Denver sem hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn sínum helstu andstæðingum þessa stundina, Denver og Golden State. Aðfaranótt fimmtudagsins mætast svo Dallas og Golden State öðru sinni og er vitaskuld um afar þýðingarmikinn leik að ræða. Utah vann Washington, 129-87, og setti félagsmet með því að setja niður fimmtán þrista í leiknum. CJ Miles bætti persónulegt met og skoraði 29 stig í leiknum. Deron Williams bætti við tólf stigum og sextán stoðsendingum þrátt fyrir að hafa hvílt lengst af í fjórða leikhluta. Antawn Jamison var stigahæstur leikmanna Washington með 22 stig. Atlanta vann Memphis, 116-99, og jók þar með enn forystu sína á New Jersey í baráttu sinni um áttunda sætið í Austurdeildinni. Atlanta náði mest 38 stiga forystu í þriðja leikhluta og þó svo að Memphis hafi náð 23-4 spretti í fjórða leikhluta var munurinn einfaldlega of mikill. Josh Smith var með 26 stig fyrir Atlanta og Rudy Gay 29 fyrir Memphis. Indiana vann Miami, 105-85, þar sem Jermaine O'Neal lék í fyrsta sinn fyrir fyrrnefnda liðið eftir tveggja mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla. Hann skoraði níu stig í leiknum en hann hafði misst af 33 leikjum í röð. Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana en Daequan Cook skoraði sextán fyrir Miami. Toronto vann Charlotte, 104-100, þar sem Chris Bosh skoraði 32 stig. Stigahæstur hjá Charlotte var Jason Richardson með 26 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira