Framtíð til bráðabirgða 1. apríl 2008 10:23 Undarlegt, en þó fremur broslegt, að lesa ummæli Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa um nýsamþykkta Samgöngumiðstöð í Fréttablaðinu í morgun. Þar freistar hann þess enn að berjast gegn þjóðarflugvellinum, þótt teikn þess efnis að hann verður um aldur og ævi í Vatnsmýrinni, hrannist upp á þeim pólitísku himnunum. Gísli segir: "Ef þetta hús á að rísa er það skýr krafa að þetta sé ekki bara flugstöð og að byggingin geti gegnt hlutverk samgöngumiðstöðvar þótt flugvöllurinn fari." Borgarfulltrúinn sér sumsé fyrir sér samgöngumiðstöð án flugvallar. Honum sýnist sem svo að ríkið leggi út í smíði og rekstur hundruð milljóna króna stórhýsis, einkum og sér í lagi vegna flugsins, til þess eins að það þjóni rútum og leigubílum í framtíðinni. Heyr á eindemi. Nýja samgöngumiðstöðin er flugstöð, fyrst og fremst. Það vita allir. Hún mun - svo ég æri óstöðugan - sakir stæðar sinnar, verða kærkomið tækifæri til að efla millilandaflug beint frá Reykjavík. Þá þarf maður ekki lengur að skrönglast yfir Strandarheiðina til Keflavíkur til þess eins að sækja Köben eða Lundúnir heim. Þetta er augljós framtíð. En Gísli Marteinn ... Hann sér hlutina til bráðabirgða. Jafnvel stórhýsin í Vatnsmýrinni. Svona eru skipulagsmálin í borginni ... Eða öllu heldur skipulagspólitíkin ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Undarlegt, en þó fremur broslegt, að lesa ummæli Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa um nýsamþykkta Samgöngumiðstöð í Fréttablaðinu í morgun. Þar freistar hann þess enn að berjast gegn þjóðarflugvellinum, þótt teikn þess efnis að hann verður um aldur og ævi í Vatnsmýrinni, hrannist upp á þeim pólitísku himnunum. Gísli segir: "Ef þetta hús á að rísa er það skýr krafa að þetta sé ekki bara flugstöð og að byggingin geti gegnt hlutverk samgöngumiðstöðvar þótt flugvöllurinn fari." Borgarfulltrúinn sér sumsé fyrir sér samgöngumiðstöð án flugvallar. Honum sýnist sem svo að ríkið leggi út í smíði og rekstur hundruð milljóna króna stórhýsis, einkum og sér í lagi vegna flugsins, til þess eins að það þjóni rútum og leigubílum í framtíðinni. Heyr á eindemi. Nýja samgöngumiðstöðin er flugstöð, fyrst og fremst. Það vita allir. Hún mun - svo ég æri óstöðugan - sakir stæðar sinnar, verða kærkomið tækifæri til að efla millilandaflug beint frá Reykjavík. Þá þarf maður ekki lengur að skrönglast yfir Strandarheiðina til Keflavíkur til þess eins að sækja Köben eða Lundúnir heim. Þetta er augljós framtíð. En Gísli Marteinn ... Hann sér hlutina til bráðabirgða. Jafnvel stórhýsin í Vatnsmýrinni. Svona eru skipulagsmálin í borginni ... Eða öllu heldur skipulagspólitíkin ... -SER.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun