Utah skellti New Orleans 9. apríl 2008 09:37 Matt Harpring skorar fyrir Utah gegn New Orleans í nótt NordcPhotos/GettyImages Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New Orleans setti vafasamt met í vetur þegar liðið skoraði aðeins 66 stig á heimavelli í 77-66 tapi fyrir Utah í Vesturdeildarslagnum. Mehmet Okur skoraði 22 stig og hirti 17 fráköst fyrir Utah en Peja Stojakovic skoraði 15 stig fyrir heimamenn. Utah hafði örugga forystu allan síðari hálfleikinn og var sigur liðsins aldrei í hættu. Utah tryggði sér sigur í Norðvesturriðlinum með sigrinum. LA Lakers er í harðri baráttu við New Orleans um efsta sætið í Vesturdeildinni en liðið þurfti einnig að játa sig sigrað í Portland í nótt 112-103. Þetta var sjötta tap Lakers í röð í Portland, en Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureign liðanna í nótt á meðan Portland hafði tapað fimm leikjum í röð. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst. Brandon Roy skoraði 23 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Portland og Channing Frye skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst. Indiana hélt í veika von um að komast í úrslitakeppni Austurdeildarinnar með góðum heimasigri á Atlanta 112-98. Sigur Atlanta hefði tryggt liðinu 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Joe Johnson skoraði 30 stig fyrir Atlanta en Mike Dunleavy skoraði 28 stig fyrir Indiana. Charlotte lagði Minnesota 121-119 heima. Al Jefferson skoraði 40 stig og hirti 10 fráköst fyrir Minnesota en Jason Richardson skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Miami vann langþráðan sigur þegar það skellti lánlausu liði Chicago Bulls 95-88. Kasib Powell skoraði 18 stig fyrir Miami en Luol Deng 25 fyrir Chicago. New York gerði sér lítið fyrir og skellti Detroit á útivelli 98-94. Wilson Chandler skoraði 19 stig fyrir New York en Amir Johnson skoraði 14 stig fyrir Detroit. Boston slapp með skrekkinn í Milwaukee eftir framlengdan leik 107-104 þar sem Boston glutraði niður góðu forskoti í síðari hálfleik. Kevin Garnett skoraði 21 stig fyrir Boston í leiknum en Michael Redd 25 fyrir Milwaukee. Phoenix vann auðveldan útisigur á Memphis 127-113 án Shaquille O´Neal sem átti við smávægileg meiðsli að stríða. Amare Stoudemire skoraði 28 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix en Rudy Gay skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Dallas lagði Seattle 99-83 á heimavelli sínum. Jason Terry skoraði 22 stig fyrir Dallas líkt og Earl Watson hjá Seattle. Sigurinn tryggir að Dallas heldur enn góðum sjó í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem það á í harðri baráttu við Golden State og Denver. Golden State hélt einni sínu striki og lagði Sacamento 140-132 á heimavelli. Baron Davis skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Francisco Garcia var með 31 stig hjá Sacramento. Loks vann Denver auðveldan útisigur á LA Clippers 117-99 þar sem Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Denver en Cuttino Mobley 25 fyrir Clippers. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New Orleans setti vafasamt met í vetur þegar liðið skoraði aðeins 66 stig á heimavelli í 77-66 tapi fyrir Utah í Vesturdeildarslagnum. Mehmet Okur skoraði 22 stig og hirti 17 fráköst fyrir Utah en Peja Stojakovic skoraði 15 stig fyrir heimamenn. Utah hafði örugga forystu allan síðari hálfleikinn og var sigur liðsins aldrei í hættu. Utah tryggði sér sigur í Norðvesturriðlinum með sigrinum. LA Lakers er í harðri baráttu við New Orleans um efsta sætið í Vesturdeildinni en liðið þurfti einnig að játa sig sigrað í Portland í nótt 112-103. Þetta var sjötta tap Lakers í röð í Portland, en Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureign liðanna í nótt á meðan Portland hafði tapað fimm leikjum í röð. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst. Brandon Roy skoraði 23 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Portland og Channing Frye skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst. Indiana hélt í veika von um að komast í úrslitakeppni Austurdeildarinnar með góðum heimasigri á Atlanta 112-98. Sigur Atlanta hefði tryggt liðinu 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Joe Johnson skoraði 30 stig fyrir Atlanta en Mike Dunleavy skoraði 28 stig fyrir Indiana. Charlotte lagði Minnesota 121-119 heima. Al Jefferson skoraði 40 stig og hirti 10 fráköst fyrir Minnesota en Jason Richardson skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Miami vann langþráðan sigur þegar það skellti lánlausu liði Chicago Bulls 95-88. Kasib Powell skoraði 18 stig fyrir Miami en Luol Deng 25 fyrir Chicago. New York gerði sér lítið fyrir og skellti Detroit á útivelli 98-94. Wilson Chandler skoraði 19 stig fyrir New York en Amir Johnson skoraði 14 stig fyrir Detroit. Boston slapp með skrekkinn í Milwaukee eftir framlengdan leik 107-104 þar sem Boston glutraði niður góðu forskoti í síðari hálfleik. Kevin Garnett skoraði 21 stig fyrir Boston í leiknum en Michael Redd 25 fyrir Milwaukee. Phoenix vann auðveldan útisigur á Memphis 127-113 án Shaquille O´Neal sem átti við smávægileg meiðsli að stríða. Amare Stoudemire skoraði 28 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix en Rudy Gay skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Dallas lagði Seattle 99-83 á heimavelli sínum. Jason Terry skoraði 22 stig fyrir Dallas líkt og Earl Watson hjá Seattle. Sigurinn tryggir að Dallas heldur enn góðum sjó í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem það á í harðri baráttu við Golden State og Denver. Golden State hélt einni sínu striki og lagði Sacamento 140-132 á heimavelli. Baron Davis skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Francisco Garcia var með 31 stig hjá Sacramento. Loks vann Denver auðveldan útisigur á LA Clippers 117-99 þar sem Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Denver en Cuttino Mobley 25 fyrir Clippers. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Sjá meira