Esbjerg, lið Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, tapaði í dag fyrir toppliði OB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
OB vann 2-1 sigur en bæði mörk liðsins komu í fyrri hálfleik. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í byrjunarliði Esbjerg en var skipt af velli á 75. mínútu. Tveimur mínútum síðar minnkaði Esbjerg muninn með marki úr vítaspyrnu.
Esbjerg er í neðsta sæti deildarinnar með átta stig eftir þrettán leiki. OB hefur nú þriggja stiga forystu á Bröndby á toppi deildarinnar en síðarnefnda liðið getur aftur jafnað OB að stigum með sigri í sínum leik á morgun.