Fimmtíu og sex kínverskra fiskimanna er saknað eftir að fellibylur skall á eynni Hainan.
Storminum hafði verið spáð og um 22 þúsund fiskibátar kallaðir að landi. Fiskimennirnir sem saknað er höfðu farið í var við Parcel eyju sem er rétt hjá Hainan.
Ekkert hefur heyrst í þeim síðan í gær.
Fellibyljatímabilið hefst venjulega í maí á þessum slóðum þannig að þessi er óvenju snemma á ferðinni.
Hann er einnig gríðarlega sterkur og óttast að hann valdi miklu manntjóni. Kínverskir vísindamenn kenna hlýnun jarðar um öfgakennt veður sem hefur valdið miklum óskunda í landinu undanfarin misseri.