Tónlist

Troðið á Mammút í Iðnó

Mammút hefur fest sig í sessi sem ein áhugaverðasta rokkhljómsveit landsins.	 Fréttablaðið/Stefán
Mammút hefur fest sig í sessi sem ein áhugaverðasta rokkhljómsveit landsins. Fréttablaðið/Stefán

Hljómsveitin Mammút fagnaði útgáfu nýrrar plötu, Karkara, á föstudagskvöldið með tónleikum í Iðnó. Eins og sjá má á þessum myndum var sveitinni vel tekið, mikið af fólki var í húsinu og eru gagnrýnendur, hvað þá áhorfendur, sammála um að nýjasta afsprengi sveitarinnar sé með endemum gott.

Blöðrur og diskókúla settu svip sinn á þetta annars sögufræga hús, en það hentaði hópnum vel. Ekkert aldurstakmark var á tónleikana og því mættu áhorfendur á öllum aldri til að hylla hljómsveitina.

Troðið Áhorfendur á öllum aldri gátu glaðst yfir útgáfutónleikum Mammút í Iðnó. Fréttablaðið/Stefán
Til upphitunar spilaði raftónlistarmaðurinn Klive og var vel tekið.

Næstu tónleikar Mammút verða á Tunglinu næsta laugardag á hinu svokallaða Iceland Music Festival, en nýtt lag þeirra, Geimþrá, er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvum.- kbs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×