Allir lögðu hönd á plóginn 2. júlí 2008 00:01 Guðmundur Magnússon sagnfræðingur Í ritinu Ísland á 20. öld (Reykjavík 2004) segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur að frumkvæðið að þjóðarsáttinni svokölluðu árið 1990 hafi komið frá aðilum vinnumarkaðarins; verkalýðshreyfingu og atvinnurekendum: „Þeir gengu til samninga og lögðu að vanda fyrir ríkisstjórnina óskalista sinn. En ekki um neinn venjulegan félagsmálapakka, heldur víðtækar aðgerðir til að tryggja stöðugleikann í efnahagsmálum“, skrifar hann. Í bók minni Frá kreppu til þjóðarsáttar (Reykjavík 2004), sem er saga Vinnuveitendasambands Íslands frá 1938 til 1999, er farið nánar í saumana á aðdraganda og árangri þjóðarsáttarinnar. Þar er rakið hvernig þjóðarsáttin spratt annars vegar upp úr erfiðu efnahagsástandi veturinn 1989-1990, og hins vegar hvaða aðstæður höfðu skapast í samskiptum aðila vinnumarkaðarins og hagstjórn í landinu, sem gerðu hana mögulega. Þjóðarsáttin hefði ekki tekist án margvíslegra umbóta í efnahagsmálum á níunda áratugnum.Orðið þjóðarsátt kom síðarÞjóðarsátt 1990 Ásmundur Stefánsson, Haukur Halldórsson, Einar Oddur Kristjánsson.Orðið „þjóðarsátt“ um kjarasamningana og samkomulagið við stjórnvöld í febrúar 1990 kom ekki frá aðilum vinnumarkaðarins og finnst hvergi á samningablöðunum. Eftir að formlegar viðræður voru hafnar um nýja kjarasamninga og samningahugmyndin var farin að kvisast út töluðu fjölmiðlar um „niðurfærslu“. Samheldni ASÍ og VSÍ við samningaborðið var kölluð „niðurfærslubandalagið“. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur VSÍ, talaði um „núll-lausn“ í grein í Morgunblaðinu mánuði áður en samningar voru undirritaðir. „Þjóðarsátt“ heyrðist fyrst að ráði um sumarið 1990 þegar tekist var á um það í tengslum við uppsögn samninga ríkisins við háskólamenn hvort allir launþegar ættu að sitja við sama borð. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn voru þá sakaðir um að brjóta gegn þjóðarsátt um sömu launaþróun allra stétta. Eftir það festist heitið í sessi. Forsendurnar lykilatriðiðÞjóðarsáttin var ekki fólgin í kjarasamningunum sem slíkum, heldur forsendum þeirra. Samningarnir fólu í sér að laun hækkuðu fimm sinnum á næstu tuttugu mánuðum, samtals um 5% árið 1990 og 4,5% árið 1991. Að auki skyldu sérstakar launabætur greiddar hinum lægst launuðu. Samningarnir voru ekki verðtryggðir. Í staðinn var sett á fót launanefnd tveggja fulltrúa hvors samningsaðila sem meta átti hvort þróun verðlags á tilgreindum tímabilum gæfi tilefni til launahækkana umfram samninga. Átti nefndin í mati sínu einnig að taka tillit til breytinga á viðskiptakjörum við útlönd. Þetta var nýmæli. Það var ekki nóg að verðlag hækkaði svo að laun lækkuðu. Það varð líka að taka tillit til þess hvernig fyrirtækjunum gengi að afla tekna á erlendum mörkuðum.En þetta var ekki nægilegt til að ná árangri í baráttu við verðbólguna, samdrátt í efnahagslífinu og atvinnuleysi sem aukist hafði umtalsvert. Það þurfti að taka á ýmsum öðrum veigamiklum þáttum í efnahagslífinu. Þegar aðilar vinnumarkaðarins höfðu undirritað kjarasamningana afhentu þeir ríkisstjórninni minnisblað í tíu liðum um forsendur samninganna. Þjóðarsáttin var fólgin í því að ríkisstjórnin féllst á að vinna í samræmi við þessar forsendur. Að efni og framsetningu var minnisblaðið eins og efnahagskafli í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, enda sögðu margir á þessum tíma að þungamiðja landsstjórnarinnar hefði færst frá Stjórnarráðinu og til aðila vinnumarkaðarins. Þarna voru beinlínis gefin fyrirmæli um ásættanleg viðskiptakjör og hagvöxt, gengi, vexti, verð á búvörum, verðlag opinberrar þjónustu, þróun neysluvísitölu og launaþróun hjá opinberum starfsmönnum. Einnig var ríkisstjórninni falið að leggja fram lagafrumvarp um lífeyrissjóði, samræma skattlagningu fyrirtækja því sem gerðist í nágrannalöndunum og skipa nefndir til að vinna úttektir á nokkrum félagslegum málefnum.Himnasending fyrir ríkisstjórninaRíkisstjórnin sem þá sat undir forsæti Steingríms Hermannssonar var samsteypustjórn fjögurra flokka: Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Borgaraflokksins. Hún hafði ekki styrk til að taka sjálfstætt á efnahagsvandanum, en fagnaði eðlilega frumkvæði aðila vinnumarkaðsins. Ef ekkert yrði að gert stefndu efnahagsmálin í algjört öngstræti. Fyrir ríkisstjórnina var þjóðarsáttin sem himnasending.Þjóðarsáttin tókst vegna þess að allir lögðu hönd á plóginn, vinnuveitendur og verkalýðshreyfing, ríkisstjórn og Alþingi, bændasamtök, viðskiptalífið og síðast en ekki síst almenningur með virku aðhaldi og eftirliti með framkvæmd loforðanna sem gefin voru. Jafnvægið í efnahagsmálum á tíunda áratugnum er afleiðing þjóðarsáttarinnar og þess skilnings á lögmálum efnahagslífsins sem þá tókst samstaða um. Undir smásjánni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í ritinu Ísland á 20. öld (Reykjavík 2004) segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur að frumkvæðið að þjóðarsáttinni svokölluðu árið 1990 hafi komið frá aðilum vinnumarkaðarins; verkalýðshreyfingu og atvinnurekendum: „Þeir gengu til samninga og lögðu að vanda fyrir ríkisstjórnina óskalista sinn. En ekki um neinn venjulegan félagsmálapakka, heldur víðtækar aðgerðir til að tryggja stöðugleikann í efnahagsmálum“, skrifar hann. Í bók minni Frá kreppu til þjóðarsáttar (Reykjavík 2004), sem er saga Vinnuveitendasambands Íslands frá 1938 til 1999, er farið nánar í saumana á aðdraganda og árangri þjóðarsáttarinnar. Þar er rakið hvernig þjóðarsáttin spratt annars vegar upp úr erfiðu efnahagsástandi veturinn 1989-1990, og hins vegar hvaða aðstæður höfðu skapast í samskiptum aðila vinnumarkaðarins og hagstjórn í landinu, sem gerðu hana mögulega. Þjóðarsáttin hefði ekki tekist án margvíslegra umbóta í efnahagsmálum á níunda áratugnum.Orðið þjóðarsátt kom síðarÞjóðarsátt 1990 Ásmundur Stefánsson, Haukur Halldórsson, Einar Oddur Kristjánsson.Orðið „þjóðarsátt“ um kjarasamningana og samkomulagið við stjórnvöld í febrúar 1990 kom ekki frá aðilum vinnumarkaðarins og finnst hvergi á samningablöðunum. Eftir að formlegar viðræður voru hafnar um nýja kjarasamninga og samningahugmyndin var farin að kvisast út töluðu fjölmiðlar um „niðurfærslu“. Samheldni ASÍ og VSÍ við samningaborðið var kölluð „niðurfærslubandalagið“. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur VSÍ, talaði um „núll-lausn“ í grein í Morgunblaðinu mánuði áður en samningar voru undirritaðir. „Þjóðarsátt“ heyrðist fyrst að ráði um sumarið 1990 þegar tekist var á um það í tengslum við uppsögn samninga ríkisins við háskólamenn hvort allir launþegar ættu að sitja við sama borð. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn voru þá sakaðir um að brjóta gegn þjóðarsátt um sömu launaþróun allra stétta. Eftir það festist heitið í sessi. Forsendurnar lykilatriðiðÞjóðarsáttin var ekki fólgin í kjarasamningunum sem slíkum, heldur forsendum þeirra. Samningarnir fólu í sér að laun hækkuðu fimm sinnum á næstu tuttugu mánuðum, samtals um 5% árið 1990 og 4,5% árið 1991. Að auki skyldu sérstakar launabætur greiddar hinum lægst launuðu. Samningarnir voru ekki verðtryggðir. Í staðinn var sett á fót launanefnd tveggja fulltrúa hvors samningsaðila sem meta átti hvort þróun verðlags á tilgreindum tímabilum gæfi tilefni til launahækkana umfram samninga. Átti nefndin í mati sínu einnig að taka tillit til breytinga á viðskiptakjörum við útlönd. Þetta var nýmæli. Það var ekki nóg að verðlag hækkaði svo að laun lækkuðu. Það varð líka að taka tillit til þess hvernig fyrirtækjunum gengi að afla tekna á erlendum mörkuðum.En þetta var ekki nægilegt til að ná árangri í baráttu við verðbólguna, samdrátt í efnahagslífinu og atvinnuleysi sem aukist hafði umtalsvert. Það þurfti að taka á ýmsum öðrum veigamiklum þáttum í efnahagslífinu. Þegar aðilar vinnumarkaðarins höfðu undirritað kjarasamningana afhentu þeir ríkisstjórninni minnisblað í tíu liðum um forsendur samninganna. Þjóðarsáttin var fólgin í því að ríkisstjórnin féllst á að vinna í samræmi við þessar forsendur. Að efni og framsetningu var minnisblaðið eins og efnahagskafli í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, enda sögðu margir á þessum tíma að þungamiðja landsstjórnarinnar hefði færst frá Stjórnarráðinu og til aðila vinnumarkaðarins. Þarna voru beinlínis gefin fyrirmæli um ásættanleg viðskiptakjör og hagvöxt, gengi, vexti, verð á búvörum, verðlag opinberrar þjónustu, þróun neysluvísitölu og launaþróun hjá opinberum starfsmönnum. Einnig var ríkisstjórninni falið að leggja fram lagafrumvarp um lífeyrissjóði, samræma skattlagningu fyrirtækja því sem gerðist í nágrannalöndunum og skipa nefndir til að vinna úttektir á nokkrum félagslegum málefnum.Himnasending fyrir ríkisstjórninaRíkisstjórnin sem þá sat undir forsæti Steingríms Hermannssonar var samsteypustjórn fjögurra flokka: Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Borgaraflokksins. Hún hafði ekki styrk til að taka sjálfstætt á efnahagsvandanum, en fagnaði eðlilega frumkvæði aðila vinnumarkaðsins. Ef ekkert yrði að gert stefndu efnahagsmálin í algjört öngstræti. Fyrir ríkisstjórnina var þjóðarsáttin sem himnasending.Þjóðarsáttin tókst vegna þess að allir lögðu hönd á plóginn, vinnuveitendur og verkalýðshreyfing, ríkisstjórn og Alþingi, bændasamtök, viðskiptalífið og síðast en ekki síst almenningur með virku aðhaldi og eftirliti með framkvæmd loforðanna sem gefin voru. Jafnvægið í efnahagsmálum á tíunda áratugnum er afleiðing þjóðarsáttarinnar og þess skilnings á lögmálum efnahagslífsins sem þá tókst samstaða um.
Undir smásjánni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira