Spænska stórliðið Barcelona hefur verið mjög duglegt við að skora það sem af er leiktíðar og hefur skorað 34 mörk í fyrstu 10 deildarleikjunum sínum.
Ef marka má frétt á heimasíðu félagsins er þetta hæsta markaskor liðs í fyrstu tíu leikjum tímabils í hálfa öld, eða síðan Real Madrid jafnaði þann árangur leiktíðina 1958-59.
Barcelona vann síðast 6-0 stórsigur á Valladolid um helgina og þar var Eiður Smári Guðjohnsen á meðal markaskorara. Liðið hefur eins stigs forystu á toppi deildarinnar.